Innlent

Gott skíðafæri í aðdraganda páskanna

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Sólskin Gaman er á skíðum í góða veðrinu.
Sólskin Gaman er á skíðum í góða veðrinu. Fréttablaðið/Vilhelm
Skíðasvæðin í Bláfjöllum, Oddsskarði, Hlíðarfjalli og dölunum á Ísafirði, Seljalands- og Tungudal, voru opin fyrir skíða- og brettafólk í gær.

Færi á flestum skíðasvæðum var mjög gott, og einnig var veður prýðilegt. Sól skein skært í skíðabrekkum um land allt, og hægir vindar léku um skíðafólk

Í Bláfjöllum voru rútuferðir, skíða- og brettaleiga og veitingasala virk samkvæmt áætlun.

Þriggja stiga frost og ágætt veður var í Hlíðarfjalli við Akureyri. Færi var gott, og sólin skein yfir fjallið.

Veðurstofan spáir áframhaldandi sólskini um hádegisbil í dag á Akureyri.

Í Tungudal og Seljalandsdal var nýfallinn, léttur snjór yfir svæðinu og gott færi utan brautar. Einnig féll púðursnjór á fyrrtroðnar brautir.

Skíðafæri við Oddsskarð er að sögn forstöðumanns afar gott. Í gær skíðuðu menn á nýföllnum snjó. Starfsfólk svæðisins er bjartsýnt á gott veður út vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×