Logi Pedro og Skítamórall leiða saman hesta sína Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. mars 2014 09:00 Logi Pedro Stefánsson og Hanni Bach eru hér hressir í hljóðverinu. Logi Pedro aðstoðaði Skítamórall í nýju lagi sem ber titilinn Þú ert ein af þeim. vísir/pjetur „Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is. Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum gríðarlega sáttir við útkomuna og hlökkum mikið til að heyra viðbrögð landsmanna,“ segir Jóhann Bachman, trommuleikari Skítamórals, betur þekktur sem Hanni Bach, en sveitin sendi í gær frá sér nýtt lag sem Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Higlands pródúserar. „Eftir að Einar Ágúst gekk aftur til liðs við bandið eftir tíu ára fjarveru vildum við gera nýja hluti og sömdum lag í sameiningu, sem er eitthvað sem hljómsveitin hefur aldrei gert áður,“ útskýrir Hanni. Skítamórall þrískipti upptökuferlinu, fékk Loga Pedro til að pródúsera lagið, Róbert Steingrímsson til að taka upp lagið og Styrmi Hauksson til þess að hljóðblanda það. Nýja lagið ber titilinn Þú ert ein af þeim og má segja að þar kveði við nýjan tón með tilkomu Loga Pedro. „Við höfðum bara samband við Loga, við erum hrifnir af stöffinu sem hann hefur verið að gera með Retro Stefson og Highlands. Hann er rosalegur fagmaður og tók þetta mjög alvarlega, við áttum gott samstarf,“ segir Hanni um samstarfið við Loga.Drengirnir í Skítamóral er sáttur við nýja lagið.Vísir/StefánLogi er þó talsvert yngri en liðsmenn Skítamórals, var það ekkert skrítið? „Hann er vissulega ungur en hann hefur mikla reynslu af stúdíóvinnu og spilamennsku, hann er svo mikill fagmaður að aldursmunurinn truflaði ekki samstarfið,“ segir Hanni léttur í lundu. „Þetta var mjög gaman, ég er oft beðinn um að pródúsera lög en ég hef ekki alltaf tíma í það. Ég hafði hins vegar tíma til þess að gera þetta núna og ég hafði gaman af þessu,“ segir Logi Pedro um samstarfið við Skítamóral. Hann segir þó að laginu hafi verið breytt talsvert frá því að hann heyrði það fyrst á æfingu. „Við breyttum laginu mikið frá því ég heyrði það fyrst. Ég kem bara inn sem eins konar leikstjóri líkt og Styrmir,“ bætir Logi Pedro við. Hann segir samstarfið hafa gengið mjög vel og að það hafi verið þægilegt að vinna með sveitinni. Nýja lagið verður frumflutt á skemmtistaðnum Spot á laugardagskvöldið, þegar Skítamórall treður þar upp. Hægt er að eignast lagið í gegnum tonlist.is.
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira