Séreignainngreiðslan gæti horfið í næsta verðbólguskoti Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. mars 2014 06:00 Eyjólfur Lárusson „Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ segir Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz og bætir við að eigi fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum geti það lent í fátækragildru. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis.Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. Hámark á hvert heimili er 1,5 milljón króna á þriggja ára tímabili, sama hvor leiðin er farin. Eyjólfur segir að það sé stór ákvörðun fyrir fólk að taka hvort það noti séreignasparnaðinn til að greiða niður lán eða til kaupa á húsnæði. Hver og einn verði að vega og meta hvort hann vilji fórna þeim lífeyri sem ætlaður er til framfærslu eftir starfslok núna eða geyma lífeyri sinn til seinni nota. Menn verða að hafa hætturnar í huga. „Það er alltaf gott að greiða niður lán en er rétt að nota framtíðarlífeyri til þess?“ spyr Eyjólfur og bætir við að verðbólgan geti aukist og séu lánin verðtryggð étist séreignasparnaðurinn upp á nokkrum árum. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í gær að verðbólga gæti aukist í þjóðfélaginu þegar slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinnar fjárfestingar og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fer að gæta með meiri þunga í innlendri eftirspurn. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Verðtryggt lán getur hækkað á svipstundu vegna verðbólguskots og þá er allt inngreitt þar á meðal séreignasparnaðurinn farinn. Ég ráðlegg fólki að hugsa málið til enda áður en það notar lífeyri sinn í annað en ætlað var í upphafi,“ segir Eyjólfur Lárusson framkvæmdastjóri Allianz og bætir við að eigi fólk ekki séreignalífeyrissparnað á efri árum geti það lent í fátækragildru. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp þar sem fólki gefst kostur á að ráðstafa séreignarsparnaði sínum inn á veðlán vegna íbúðarhúsnæðis.Þeir sem ekki eiga húsnæði fá heimild til ráðstafa séreignasparnaðinum til kaupa á íbúðarhúsnæði. Hámark á hvert heimili er 1,5 milljón króna á þriggja ára tímabili, sama hvor leiðin er farin. Eyjólfur segir að það sé stór ákvörðun fyrir fólk að taka hvort það noti séreignasparnaðinn til að greiða niður lán eða til kaupa á húsnæði. Hver og einn verði að vega og meta hvort hann vilji fórna þeim lífeyri sem ætlaður er til framfærslu eftir starfslok núna eða geyma lífeyri sinn til seinni nota. Menn verða að hafa hætturnar í huga. „Það er alltaf gott að greiða niður lán en er rétt að nota framtíðarlífeyri til þess?“ spyr Eyjólfur og bætir við að verðbólgan geti aukist og séu lánin verðtryggð étist séreignasparnaðurinn upp á nokkrum árum. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sagði á ársfundi bankans í gær að verðbólga gæti aukist í þjóðfélaginu þegar slakinn hverfur úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinnar fjárfestingar og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fer að gæta með meiri þunga í innlendri eftirspurn.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira