Kom sjálfri sér á óvart Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 mynd/stefán „Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“ Ísland Got Talent Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“
Ísland Got Talent Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira