Ásgeir Trausti í sjokki yfir dauðaslysi Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:00 Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin. Mynd/Jónatan Grétarsson „Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu. Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu.
Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45
Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30