Ásgeir Trausti í sjokki yfir dauðaslysi Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:00 Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin. Mynd/Jónatan Grétarsson „Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu. Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
„Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu.
Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Sjá meira
Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45
Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30