Innlent

Skeljagrandabróðir í gæsluvarðhald

ssb skrifar
Tveir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald í kjölfar líkamsárásarinnar
Tveir menn voru hnepptir í gæsluvarðhald í kjölfar líkamsárásarinnar VÍSÍR/Stefán
Karlmanni á fertugsaldri var haldið föngnum á heimili sínu í Kópavogi og hann barinn og pyntaður þann 24. febrúar síðastliðinn. Árásin stóð yfir svo klukkutímum skiptir og þykir fólskuleg.

Upp um árásina komst þegar maðurinn leitaði á slysavarðstofu til að láta gera að sárum sem hann hlaut vegna árásarinnar.

Fimm voru handtekin í kjölfar árásarinnar, fjórir karlmenn og ein kona. Þau hafa öll komið við sögu lögreglu áður. 

Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið annar þeirra Kristján Markús Sívarsson. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson sem kenndur hefur verið við mótorhjólasamtökin Outlaws var handtekinn.

Friðrik Smári Björgvinsson
Mennirnir eru margdæmdir ofbeldismenn en Ríkharður lauk fangelsisdómi fyrir frelsissviptingu og grófa líkamsárás fyrr á árinu.

Kristján Markús var árið 2003 dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás ásamt bróður sínum, Stefáni Loga Sívarssyni. Saman hafa þeir þekkst sem Skeljagrandabræður.  

Gæsluvarðhaldsúrskurði Kristjáns var áfrýjað en hann var staðfestur hjá Hæstarétti.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við Fréttablaðið að rannsókn málsins væri langt komin. Ekki hefði þótt ástæða til að framlengja gæsluvarðhald yfir mönnunum tviemur en þeir voru í gæsluvarðhaldi til 6. mars. 

Líkamsárásin þótti alvarleg en áverkar mannsins voru þó ekki lífshættulegir. 

Verjendur Kristjáns Markúsar og Ríkharðs Júlíusar eru Vilhjálmur Vilhjálmsson og Guðmundur St. Ragnarsson. Þeir vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×