Auka ekki fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar lífeyrisþega Eva Bjarnadóttir skrifar 5. mars 2014 07:00 Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. Fréttablaðið/Vilhelm Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar. Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu. Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). „Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir,“ segir Eygló. Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til. „Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð,“ segir Eygló. Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi. Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.Ellen J. Calmon, formaður ÖryrkjabandalagsinsGeta ekki beðið út í hið óendanlega „Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað. Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. „Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag.“ Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Félags- og tryggingamálaráðherra segir engin áform vera um að hækka tekjuviðmið almannatrygginga til aðstoðar örorku- og ellilífeyrisþegum við að standa straum af síhækkandi heilbrigðiskostnaði. Í skoðun er breyting á fyrirkomulagi endurgreiðslu vegna lyfja- og lækniskostnaðar. Öryrkjum og lífeyrisþegum sem eiga rétt á greiðslum vegna kostnaðar við að standa straum af meðal annars lyfja- og læknisþjónustu, heyrnartækjum og umönnun í heimahúsum fækkaði um tæp 70 prósent frá árinu 2009. Það orsakast af því að tekjuviðmið Tryggingastofnunar (TR), sem er 200.000 krónur á mánuði, hefur ekkert hækkað á tímabilinu. Eygló Harðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að í skoðun sé að færa allar endurgreiðslur vegna læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). „Það má vel sjá fyrir sér að betur fari á því að SÍ annist allar greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og þeir fjármunir til þessara þátta sem eru hjá TR flytjist þangað yfir,“ segir Eygló. Endurgreiðsla SÍ er ekki tekjutengd heldur lýtur hún að fjórum gjaldflokkum eftir því hvort í hlut eiga börn, fullorðnir, örorku- eða ellilífeyrisþegar. Myndi það samkvæmt óbreyttum lögum leiða til þess fjármunirnir dreifðust á stærri hóp en hingað til. „Að mínu mati þyrfti þá að tryggja með einhverjum hætti að þeir sem standa illa fjárhagslega fengju sérstakan stuðning, líkt og er markmiðið að baki lögum um félagslega aðstoð,“ segir Eygló. Heildarendurskoðun almannatrygginga stendur yfir og liggur ekki fyrir hvenær henni lýkur. Ráðherra boðar þó frumvarp um frekari breytingar á yfirstandandi þingi. Töluverðar gjaldskrárhækkanir á heilbrigðisþjónustu urðu um áramót, sem eru yfir hækkun bóta almannatrygginga og verðbólgumarkmiðum.Ellen J. Calmon, formaður ÖryrkjabandalagsinsGeta ekki beðið út í hið óendanlega „Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslulegum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin misseri engu hafa skilað. Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. „Ef fjármunir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðisþjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag.“ Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsubrests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira