Innlent

Verðmunur á matvöru allt að 218%

Brjánn Jónasson skrifar
Kílóið af íslenskti agúrku kostaði 420 krónur í Bónus en 714 krónur hjá Samkaupum-Strax.
Kílóið af íslenskti agúrku kostaði 420 krónur í Bónus en 714 krónur hjá Samkaupum-Strax. Fréttablaðið/Vilhelm
Allt að 218 prósenta munur var á verði matvöru þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum nýverið.

Hæsta verðið var oftast í verslun 10/11, í meira en helmingi tilvika. Vöruúrvalið reyndist best í Fjarðarkaupum, þar sem 82 af 83 tegundum sem skoðaðar voru fengust.

Mesti verðmunurinn var á appelsínum, sem kostuðu 157 krónur kílóið hjá Samkaupum-Strax en 499 krónur hjá 10-11. Munurinn er 218 prósent. Verðmunur á ávöxtum og grænmeti var talsverður, að lágmarki 70 prósent.

Minnstur var verðmunurinn á osti, viðbiti og mjólkurvörum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.