Steindi verður tengdasonur Sigga Sigurjóns Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 09:00 Steindi ætlar að skella sér á vindsæng með Sigga Sigurjóns á Kanaríeyjum. Það er spurning hvort Baltasar Kormákur hafi samband við Steinda ef hann stendur sig vel í Afanum. mynd/Víðir Sigurðsson „Ég leik tilvonandi tengdason Sigga Sigurjóns, þetta er skemmtilegur karakter sem ég næ að tengjast vel,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, en hann fer með hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber titilinn Afinn. Myndin er byggð á einleik Sigurðar Sigurjónssonar um Afann sem var geysivinsæll á sínum tíma. Höfundur leiksýningarinnar vinsælu, Bjarni Haukur Þórsson, skrifar handrit myndarinnar í samstarfi við Ólaf Egilsson. „Ég held að fólk sé búið að bíða mjög lengi eftir því að fá alvöru íslenska gamanmynd sem er með kjöt á beinunum. Handritið að myndinni er mjög gott og stemning í hópnum er frábær, sem er mjög mikilvægt og góð stemning er mikilvægari en margir halda,” segir Steindi sem er spenntur að takast á við hlutverkið. Þetta er þó ekki frumraun Steinda í kvikmyndageiranum því hann lék í myndunum Okkar eigin Ósló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn. „Hlutverkið mitt í Afanum er töluvert stærra en þau hlutverk sem ég hef leikið í fyrri myndum.“ Afinn verður tekin upp á Íslandi og á Kanaríeyjum. „Ég hlakka svakalega til að fara til Kanaríeyja því eftir tökur ætla að reyna plata Sigga Sigurjóns í sangríu og á vindsæng,“ segir Steindi léttur í lundu. Steindi vakti mikla lukku fyrir leik sinn í síðasta áramótaskaupi og hafa grínþættirnir hans, Steindinn okkar, einnig notið mikillar velgengni. „Það er mikill munur á því að leika í skets og í kvikmynd. Þegar þú tekur upp sketsa eru hlutirnir oft að fæðast á staðnum en undirbúningurinn fyrir svona kvikmynd er talsvert meiri,” segir Steindi en æfingar fyrir myndina standa yfir þessa dagana. Ásamt Steinda og Sigurði skartar myndin leikurum á borð við Þorstein Bachmann, Pálma Gestsson, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Tinnu Sverrisdóttur, sem leikur kærustu Steinda í myndinni. „Einnig leikur Jón Gnarr djúníór í myndinni en hann er upprennandi stjarna.” Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Ég leik tilvonandi tengdason Sigga Sigurjóns, þetta er skemmtilegur karakter sem ég næ að tengjast vel,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi, en hann fer með hlutverk í nýrri íslenskri kvikmynd sem ber titilinn Afinn. Myndin er byggð á einleik Sigurðar Sigurjónssonar um Afann sem var geysivinsæll á sínum tíma. Höfundur leiksýningarinnar vinsælu, Bjarni Haukur Þórsson, skrifar handrit myndarinnar í samstarfi við Ólaf Egilsson. „Ég held að fólk sé búið að bíða mjög lengi eftir því að fá alvöru íslenska gamanmynd sem er með kjöt á beinunum. Handritið að myndinni er mjög gott og stemning í hópnum er frábær, sem er mjög mikilvægt og góð stemning er mikilvægari en margir halda,” segir Steindi sem er spenntur að takast á við hlutverkið. Þetta er þó ekki frumraun Steinda í kvikmyndageiranum því hann lék í myndunum Okkar eigin Ósló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn. „Hlutverkið mitt í Afanum er töluvert stærra en þau hlutverk sem ég hef leikið í fyrri myndum.“ Afinn verður tekin upp á Íslandi og á Kanaríeyjum. „Ég hlakka svakalega til að fara til Kanaríeyja því eftir tökur ætla að reyna plata Sigga Sigurjóns í sangríu og á vindsæng,“ segir Steindi léttur í lundu. Steindi vakti mikla lukku fyrir leik sinn í síðasta áramótaskaupi og hafa grínþættirnir hans, Steindinn okkar, einnig notið mikillar velgengni. „Það er mikill munur á því að leika í skets og í kvikmynd. Þegar þú tekur upp sketsa eru hlutirnir oft að fæðast á staðnum en undirbúningurinn fyrir svona kvikmynd er talsvert meiri,” segir Steindi en æfingar fyrir myndina standa yfir þessa dagana. Ásamt Steinda og Sigurði skartar myndin leikurum á borð við Þorstein Bachmann, Pálma Gestsson, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Tinnu Sverrisdóttur, sem leikur kærustu Steinda í myndinni. „Einnig leikur Jón Gnarr djúníór í myndinni en hann er upprennandi stjarna.”
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira