Innlent

Mottumars hjá strætisvögnum

Bjarki Ármannsson skrifar
Um 30 vagnar á götum borgarinnar skarta nú yfirvaraskeggi.
Um 30 vagnar á götum borgarinnar skarta nú yfirvaraskeggi. Vísir/Pjetur

Átakið Mottumars hófst um helgina og má af því tilefni sjá strætisvagna á götum Reykjavíkurborgar skarta myndarlegu yfirvaraskeggi út mánuðinn. Þetta er hluti af nýju verkefni Strætó bs. sem felst í því að góðgerðarsamtök fá að kynna viðburði á sínum vegum á strætisvögnum.

„Mottumars er bara í gangi, það er ekkert flóknara en það,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, um gjörninginn. Auk yfirvaraskeggjanna segir hann að farþegar megi eiga von á því að vagnstjóri þeirra verði í búningi næstkomandi miðvikudag, öskudag.

„Það eru einhverjir sem hafa lýst yfir þeim vilja að fá að vera í búningi,“ segir Reynir. „Við leyfum það.“ Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.