Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 Engin svör fást hjá fangelsinu eða lögregluyfirvöldum í Horsens um af hverju Hjördís var skyndilega sett aftur í gæsluvarðhald. Ekki er vitað til þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Nordicphotos/AFP Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila. Hjördís Svan Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila.
Hjördís Svan Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira