Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Kristján Már Unnarsson skrifar 14. janúar 2014 18:45 Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen. Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. Nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir að kennslu- og einkaflugið víki burt árið 2015. „Hvert á almannaflugið að fara?” spyr Sigurður Ingi Jónsson, forseti Flugmálafélags Íslands, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Yfir 600 atvinnuflugmenn eru starfandi á Íslandi og áætlað er að 70-80 prósent þeirra hafi byrjað á einshreyfilsvélum á Reykjavíkurflugvelli. „Þetta er í raun grasrót íslensks flugs. Hér er bróðurparturinn alinn upp og á sjötta hundrað manns sem eru núna að læra á mismunandi stigum flugs,” segir Sigurður Ingi. Flugskýlin í Fluggörðum hýsa stóran hluta af einka- og kennsluflugflota landsins og þau eiga einnig að fara á næsta ári. „Ég sé ekki að það sé hægt. Það þarf fyrst að útvega aðstöðu fyrir okkur, fá ný flugskýli. Ég meina, ekki er hægt að henda öllum einkaflugvélum bara út á Guð og gaddinn,” segir Alfhild Nielsen, formaður félagsins ByggáBIRK, félags eigenda flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Alfhild Nielsen, formaður eigendafélags flugskýla á Reykjavíkurflugvelli.Stöð2/RagnarEigendur flugskýlanna búa sig undir að þurfa að verja rétt sinn eftir að Reykjavíkurborg lét í fyrra þinglýsa skilmálum um að hún geti krafist þess að byggingarnar víki, eigendum að bótalausu. „Þetta er náttúrlega bara út í hött. Við kyngjum því ekki,” segir Alfhild. Skýlin hafi verið reist með löglegum byggingarleyfum frá borginni fyrir 30-35 árum. Greidd sé af þeim bæði lóðarleiga og fasteignagjöld á atvinnuhúsnæðistaxta og hann sé mjög hár. „Við teljum í rauninni alveg fráleitt að fara að henda grasrótinni út áður en það er búið að fá botn í það hvað verður um Reykjavíkurflugvöll,” segir forseti Flugmálafélagsins. Alfhild telur að ekki fáist leyfi til að byggja upp á Sandskeiði, það sé vatnsverndarsvæði, og segir Keflavíkurflugvöll einnig út úr myndinni. Einkafluginu yrði ekki hleypt þangað inn. Sigurður Ingi segir hættulegt að flytja einka- og kennsluflugið til Keflavíkur. Stóru þoturnar komi inn á þreföldum lendingarhraða á við litlu vélarnar og skapi vængendahvirfla með mikilli ókyrrð, sem geti verið stórhættuleg litlum vélum. Hann segir ekkert í hendi sem geti komið í staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll. „Ef það á halda rekstri Reykjavíkurflugvallar áfram, þá er ekkert vit í því að fara að eyða peningum í annan flugvöll undir kennsluflug,” segir Sigurður. „Það eru borgarstjórnarkosningar í vor, eftir fjóra mánuði. Kannski fáum við borgarstjórn sem hefur meiri skilning á því að þetta sé höfuðborg landsins og að hér þurfi að vera flugvöllur,” segir Alfhild Nielsen.
Tengdar fréttir Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 23. desember 2013 19:33
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39