Goðsögn miðlar visku Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. september 2014 09:00 Bassaleikarinn Billy Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í sinni spilamennsku. Vísir/Getty „Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn. Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn.
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira