Goðsögn miðlar visku Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. september 2014 09:00 Bassaleikarinn Billy Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í sinni spilamennsku. Vísir/Getty „Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn. Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn.
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira