Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Höskuldur Kári Schram skrifar 23. september 2014 12:57 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna í gær um 370 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Mjólkurbúið KÚ, sem kvartaði til eftirlitsins, þurfti að greiða 17 prósent hærra verð fyrir hrámjólk en fyrirtæki sem eru tengd Mjólkursamsölunni. Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að brot Mjólkursamsölunnar hafi verið alvarlegt og til þess fallið að skaða hagsmuni neytenda. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. „Við gerum þá kröfu að þetta ákvæði búvörulaga sem að undanþiggur mjólkuriðnaðinn og Mjólkursamsöluna frá mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga verði afnumið hið snarasta,“ segir Andrés. „Sektin er mjög há sem endurspeglar alvarleika brotsins. Brot MS sannar að það eru engin rök sem segja að þessi atvinnugrein, ein atvinnugreina á Íslandi, sé undanþegin ákvæðum samkeppnislaga.“ Andrés segir ljóst að neytendur hafi orði fyrir tjóni vegna þess og skorar á stjórnvöld og þá stjórnmálamenn sem vilja rétta hag hinna tekjulægstu að beita sér í málinu. „Hér er komið mjög gott tilefni fyrir þá sem hæst láta á þingi. Þá sem hæst tala um matarskatt og þvíumlíkt. Vilja þeir beita sér fyrir því að mjólkuriðnaðurinn verði undirsettur ákvæðum samkeppnislaga? Það er alvegt klárt að það mun koma neytendum í þessu landi til góða,“ segir Andrés.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira