Metaðsókn á nektargjörning Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 14:30 Curver Thoroddsen hefur í heilan mánuð flokkað pappír fyrir augum almennings, kviknakinn. mynd/einkasafn „Það er búið að vera metaðsókn á sýninguna hér í Ketilhúsinu og fólk er mjög áhugasamt,“ segir listamaðurinn Curver Thoroddsen en sýningu hans, Verk að vinna/Paperwork, lýkur á sunnudag. Þá hefur hann flokkað pappír í heilan mánuð allsnakinn. „Mér hefur liðið ótrúlega vel hérna en þetta tekur auðvitað mikið á,“ segir Curver en hann hefur ekkert farið út úr Ketilhúsinu meðan á sýningu stendur. „Ég hef ekki farið út úr húsi í heilan mánuð. Það er ekkert gaman fyrir fólk að sjá mig flokka á safninu og hitta mig svo þremur tímum síðar á kaffihúsi,“ útskýrir Curver. Hann hefur því ekki átt í neinum samskiptum við fólk, nema starfsfólk safnsins, í heilan mánuð. Hann hefur nú í heilan mánuð farið í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum sínum. Um er að ræða pappíra sem hafa safnast saman á síðastliðnum tuttugu árum heima hjá Curver. „Það mætti segja að ég sé með þessari sýningu að hvetja fólk til að taka til í sínu lífi og í samfélaginu öllu.“ Hugmyndin á bak við sýninguna er hvernig mannskepnan er föst í pappírsvinnu og að hún er alltaf að endurskoða fortíðina og spá í framtíðina. „Það eru langflestir sem sjá samhljóm í sýningunni og geta samtengst.“ Ætlarðu að gera þetta aftur? „Ég gæti ekki hugsað mér að gera þetta aftur,“ segir Curver. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er búið að vera metaðsókn á sýninguna hér í Ketilhúsinu og fólk er mjög áhugasamt,“ segir listamaðurinn Curver Thoroddsen en sýningu hans, Verk að vinna/Paperwork, lýkur á sunnudag. Þá hefur hann flokkað pappír í heilan mánuð allsnakinn. „Mér hefur liðið ótrúlega vel hérna en þetta tekur auðvitað mikið á,“ segir Curver en hann hefur ekkert farið út úr Ketilhúsinu meðan á sýningu stendur. „Ég hef ekki farið út úr húsi í heilan mánuð. Það er ekkert gaman fyrir fólk að sjá mig flokka á safninu og hitta mig svo þremur tímum síðar á kaffihúsi,“ útskýrir Curver. Hann hefur því ekki átt í neinum samskiptum við fólk, nema starfsfólk safnsins, í heilan mánuð. Hann hefur nú í heilan mánuð farið í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum sínum. Um er að ræða pappíra sem hafa safnast saman á síðastliðnum tuttugu árum heima hjá Curver. „Það mætti segja að ég sé með þessari sýningu að hvetja fólk til að taka til í sínu lífi og í samfélaginu öllu.“ Hugmyndin á bak við sýninguna er hvernig mannskepnan er föst í pappírsvinnu og að hún er alltaf að endurskoða fortíðina og spá í framtíðina. „Það eru langflestir sem sjá samhljóm í sýningunni og geta samtengst.“ Ætlarðu að gera þetta aftur? „Ég gæti ekki hugsað mér að gera þetta aftur,“ segir Curver.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira