Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 8. maí 2014 09:45 Guðmundur Magnússon gerir sig líklegan í vítateig Víkinga. Vísir/Daníel Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira