Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur - Fram 2-1 | Fyrsti sigur Víkinga Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 8. maí 2014 09:45 Guðmundur Magnússon gerir sig líklegan í vítateig Víkinga. Vísir/Daníel Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Nýliðar Víkinga fögnuðu sínum fyrsta sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Fram í Reykjavíkurslag á Gervigrasinu í Laugardalnum.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og það má sjá myndir hans hér fyrir ofan og neðan. Sveinbjörn Jónasson og varamaðurinn Pape Mamadou Faye skoruðu mörk Víkinga í sitthvorum hálfleiknum en Ingar Þór Kale átti góðan leik í markinu og var lykilmaður fyrir Víkinga í þessum leik. Alexander Már Þorláksson minnkaði muninn fyrir Fram undir lok leiksins en Víkingsliðið hélt út og landaði mikilvægum sigri. Víkingar steinlágu í fyrsta leik sínum á móti Fjölni en stimpluðu sig inn í Pepsi-deildina í kvöld. Framarar eru hinsvegar aðeins með eitt stig í húsi eftir tvo fyrstu leiki sína en liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í fyrstu umferðinni. Bjarni Guðjóns: Þetta eru vonbrigði „Þeir voru feikilega sterkir í fyrri hálfleik, spiluðu vel og skoruðu gott mark," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Síðan leggjast þeir í vörn og eru rosalega þéttir, nánast með sex manna línu sem er allt í lagi. Við þurftum bara að finna lausn á því og komast aftur fyrir þá og fá fyrirgjafir og vera meira skapandi. Og svo náum við að setja markið og með smá heppni hefðum við hugsanlega getað jafnað leikinn." Jóhannes Karl Guðjónsson lék ekki með Fram í kvöld. „Hann er slæmur aftan í lærinu og vonandi kemst hann sem fyrst á gott ról," sagði Bjarni. Framarar eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Bjarni getur varla verið ánægður með þá niðurstöðu? „Þetta eru vonbrigði. Við ætluðum að safna fleiri stigum, en þetta er staðan sem er komin upp. Ég var ánægður með seinni hálfleikinn núna, fyrri hálfleikinn á sunnudaginn og við þurfum bara að ná að blanda þessu saman," sagði Bjarni að lokum. Ólafur Þórðar: Mættum bara með betra hugarfar „Við mættum bara með betra hugarfar og mættum betur stemmdir í þennan leik," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, um muninn á sigrinum í kvöld og tapleiknum gegn Fjölni í síðustu umferð. „Það er smá hræðsla sem grípur um sig þegar við erum komnir 1-0 yfir. Þá ætla menn að fara að verja forskotið. Það er alltaf segin saga - það verður alltaf stífur varnarleikur og mikil pressa á manni þegar maður gerir svoleiðis hluti. Við náum einhvern veginn ekki að klóra okkur út úr því," sagði Ólafur um seinni hálfleikinn. „Við lögðumst alltof aftarlega og það sem gerist er að Framararnir koma framar og eru hættulegir."Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti