Jeppi með fimm manns innanborðs valt á Kaldadal nú fyrir stundu. Hafa björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vesturlandi verið kallaðar út en afar slæmt fjarskiptasamband er á staðnum.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru einhver slys á fólki og jafnvel talið að böruburð þurfi. Mikil hálka er á svæðinu og aðstæður nokkuð erfiðar.
Jeppi valt á Kaldadal
