Sigmundur Davíð segir jólasveina hafa óttast mannréttindaráð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. desember 2014 17:28 Sigmundur sagði frá jólaballi á Facebook í dag. Vísir/Stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur stillt sér upp með þeim sem vilja verja kristna siði í kringum jólin. Hann skaut á mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í frásögn af jólaballi á Facebook-síðu sinni í dag og sagði að jólasveinarnir sem skemmtu börnum hafi verið smeykir og beðið fólk um að fylgjast með útsendara frá ráðinu á meðan þeir sungu Heims um ból. „Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði ráðherrann. Undanfarna daga hefur heyrst gagnrýni á reglur Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga um að takmarka aðgang trúarefnis í grunnskólum en meðal annars stangast það á við samskiptareglur borgarinnar við trúfélög að flytja börnum hugvekju í kirkjum. Líf er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur.Vísir/GVAFréttastofa sagði frá því í gær að Líf Magneudóttir, formaður mannréttindaráðs borgarinnar, teldi heimsókn grunnskólabarna í Langholtsskóla brjóta í bága við reglurnar. Hún telur algjörlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Þá vöktu einnig athygli ummæli Ingu Sigrúnar Atladóttur, skólastjóra Valsárskóla, um að hún ætlaði að verja kristnar hefðir í skólanum hjá sér. Hún sagðist bíða eftir símtali þar sem krafist sé að hætt yrði að lita Jesúmyndir og fara með nemendur í kirkju. „Það er slagur sem ég ætla að vanda mig að vinna,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni. Post by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira