Spurning hvort Ísland tekur þátt í samkomulagi sem byggir á ofveiði Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:46 Kolbeinn Árnason Vísir/Óskar/Arnþór „Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52
"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03
Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57