Vigdís Hauks og Pétur fá ekki afsökunarbeiðni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:12 Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands.
Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45