Endurútsetti Imagine fyrir safnplötu Freyr Bjarnason skrifar 20. nóvember 2014 09:00 Endurútsetningin var skemmtilegt verkefni, að sögn Bigga Hilmars. Mynd/María Kjartansdóttir Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com. Tónlist Mest lesið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Endurútsetning Bigga Hilmars á laginu Imagine eftir John Lennon er komin út á safnplötu í Bandaríkjunum. Biggi gaf lagið út í samstarfi við Pusher Music í Los Angeles, sem sérhæfir sig í tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Að sögn Bigga var þetta skemmtilegt en mjög krefjandi verkefni, þar sem hann ákvað að víkja langt frá upprunalegri útgáfu Lennons, breyta hljómunum og laglínunni og búa til sína persónulegu útgáfu, sem einkennist af lágstemmdri píanó- og strengjaútsetningu, rödd og danstakti. „Ég er búinn vera svolítið fyrir það að „covera“ eitt og eitt af mínum uppáhaldslögum. Ég tók [Leonard] Cohen um árið og svona núna þetta. Pusher Music var spennt fyrir því að gera eitthvað svoleiðis með mér, þannig að okkur datt í hug að ráðast á þennan háa garð sem þetta lag er,“ segir Biggi, sem þurfti að taka á honum stóra sínum við endurútsetninguna. „Þetta var ekkert grín. Ég gerði nokkrar útgáfur og þurfti að kljást mikið við þetta lag. Ég sneri öllu við, því það er alls ekki hægt að toppa upprunalegu útgáfuna,“ segir hann. „Ég bjó hálfpartinn til nýtt lag úr þessu en notaði laglínur og hluti frá gamla módelinu.“ Biggi má ekki gefa lagið út hér á landi fyrr en á næsta ári en er samt vongóður um að hann fái undanþágu og geti leyft Íslendingum að heyra það frá og með 8. desember, deginum sem Lennon var myrtur. „Mig langar að gefa út lagið þegar það slokknar á Friðarsúlunni og halda smá lífi í kallinum.“ Nýverið gerði Biggi einnig tónlist við kynningarstiklu alþjóðlegu sjónvarpsþáttaraðarinnar Olive Kitteridge með Frances McDormand og Bill Murray í aðalhlutverkum. Sýningar á þættinum hefjast á bresku sjónvarpsstöðinni Sky í desember. Biggi hefur verið með fleiri járn í eldinum. Hann var tónlistarstjóri fyrir leikhúsverkið Strengi, sem listahópurinn Vinnslan framleiddi og sýndi á dögunum í Tjarnarbíói, auk þess sem hann er þessa dagana að semja og hljóðrita tónlist fyrir heimildarmyndina Suðurlandið. Hún fjallar um samnefnt farmskip sem fórst við Noregsstrendur árið 1986. Elf Films framleiddi myndina og leikstjóri var Ágústa Einarsdóttir.Nánar upplýsingar um tónlist Bigga má finna á vefsíðu hans, Biggihilmars.com.
Tónlist Mest lesið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira