Stefna á hraðari niðurfellingu skulda en ákveðið var í upphafi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fundinum í gær þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Fréttblaðið/GVA „Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi. Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
„Niðurstöðurnar munu uppfylla þau fyrirheit sem gefin voru um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Niðurstöðurnar eru betri en ráð var fyrir gert þegar leiðréttingarfrumvarpið var lagt fram fyrr á árinu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þegar niðurstöður skuldaleiðréttingar stjórnvalda voru kynntar í Hörpu í gær. „Þannig er meðalleiðréttingin hærri en áætlað hafði verið og hluti eins og tekjudreifing fellur enn betur að væntingum um bætta stöðu fólks með lægri og millitekjur en áætlað var,“ sagði Sigmundur einnig. Í niðurstöðunum kemur fram að skuldir heimilanna sem verða niðurfærðar muni lækka að meðaltali um tuttugu prósent. Ráðgert er að aðgerðinni verði fulllokið í byrjun árs 2016 í stað ársloka 2017. Með því að stytta úrvinnslutímann telja stjórnvöld sig spara töluverðar upphæðir í vaxtakostnað. Tillaga verður lögð fram á Alþingi um breytingar á fjáraukalagafrumvarpinu sem liggur fyrir. „Bætt staða í ríkisfjármálunum gerir okkur kleift að fara hraðar í þessar aðgerðir en við gerðum áður ráð fyrir. Ástæða þess að við veljum að fara þá leið er sú að á heildarfjármagninu sem við höfðum áætlað á ríkisfjármálaáætlun í þetta verkefni voru að okkar mati að fara of margir milljarðar í vaxtakostnað og við náum að lágmarka vaxtakostnað við aðgerðirnar með því að hraða prógramminu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra.kYNNTI NIÐURSTÖÐUR Halldór Benjamín Þorbergsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundinum í gær. Fréttblaðið/GVAAlls bárust 69.000 umsóknir um skuldaleiðréttingar og að baki þeim standa 105 þúsund einstaklingar. Búið er að reikna út niðurstöður um 90 prósenta þessara umsókna en tíu prósent standa eftir og mun niðurstaða þeirra liggja fyrir í síðasta lagi um áramót. Af þeim umsóknum sem búið er að reikna út er ekki hægt að segja hversu mörgum hefur verið hafnað, að sögn Bjarna. „Um tíu prósent af heildarumsóknunum eru enn til frekari úrvinnslu út af einhverju viðbótarflækjustigi. Þegar við höfum fengið niðurstöðu í þann þáttinn sjáum við vísbendingu um hvað við fáum tölulega í þessu samhengi,“ segir Bjarni spurður um það hversu mörgum af umsóknunum hafi í raun verið hafnað. Umsækjendur sem ekki fá leiðréttingu geta kært niðurstöðuna. „Þess vegna er í raun ekki hægt að segja fyrr en kæruleiðin hefur verið tæmd hversu margir sem sóttu um fengu ekki niðurfærslu,“ segir Bjarni. Hann segir tvær ástæður helst liggja þar að baki; að viðkomandi hafi nú þegar fengið lækkun lána sem nemur meira en fjórum milljónum eða hafi ekki haft verðtryggt lán á umræddu tímabili. „Þess vegna er auðvitað spurning hvort þeir sem þannig háttar til hjá séu í raun og veru að fá höfnun eða hvort þeir hafi einfaldlega ekki uppfyllt skilyrðin,“ segir Bjarni. Á fundinum kom fram að meðalleiðrétting á einstakling er 1.350 þúsund krónur og rúmur helmingur rennur til fólks sem er með tekjur undir meðallagi.
Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira