Frumflytja sjö ný íslensk tónverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 12:00 Hanna Dóra Sturludóttir: „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu.“ Vísir/GVA „Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er nýtt verk við hinn gamla texta um píslargöngu Krists og Maríu við krossinn,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um nýtt tónverk eftir Jónas Tómasson, Via Crucis / Stabat Mater fyrir söngrödd og þrjú klarínett sem hún frumflytur í Dómkirkjunni annað kvöld. „Ég hef aldrei sungið verk eftir Jónas fyrr og það hefur verið mjög gaman að fá að taka þátt í þessu,“ bætir Hanna Dóra við. „Verkið er kaflaskipt, skiptist á klarinettuleikur og söngur og mér finnst það mjög áhrifaríkt. Ég hef sungið Stabat Mater eftir Pergolesi og fleiri þannig að ég þekki textann ágætlega og legg mig alla fram um að túlka hann og koma til skila við þessa nýju tónlist.“ Ásamt Hönnu Dóru er það Chalumeaux-tríóið sem flytur verkið en það er skipað klarinettuleikurunum Ármanni Helgasyni, Kjartani Óskarssyni og Sigurði Snorrasyni. Hanna Dóra syngur um þessar mundir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Carlo eftir Verdi en allra síðasta sýning verður á laugardagskvöldið. „Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því þetta hefur gengið svo vel og fengið svo góðar viðtökur,“ segir hún. Auk fyrrnefnds tónverks eftir Jónas Tómasson verða á tónleikunum annað kvöld frumflutt sex ný íslensk tónverk eftir nýútskrifuð tónskáld úr Listaháskóla Íslands. Þau voru beðin um að semja stutt kórverk fyrir Dómkórinn við texta sem nokkrir prestar höfðu valið. Tónskáldin eru þau Árni Bergur Zoëga, Ásbjörg Jónsdóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Georg K. Hilmarsson, Soffía Björg Óðinsdóttir og Örn Ýmir Arason. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Tónleikarnir eru lokaviðburðurinn á Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014 og þeir hefjast klukkan 20 annað kvöld.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira