Sambýlismaður fórnarlambs í máli Óðins Freys kom fyrir dóm í dag Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júní 2014 12:49 Óðinn mætti ásamt verjanda sínum í vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í dag. Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðni er gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Einnig á hann að hafa hrint konunni, rifið í hár hennar, slegið hana með flötum lófa í andlitið og sparkað í hana. Þrjú vitni í málinu voru kölluð fyrir dóm í dag. Þetta voru sambýlismaður konunnar, læknir á neyðarmóttöku og geðlæknir konunnar. Einnig var fórnarlambið kallað fyrir dóm á ný til þess að bera fyrir um atvik sem hún hafði ekki munað við fyrri vitnisburð. Hafði hún þá ekki sagst muna hvort Óðinn hefði slegið hana í andlitið en kvaðst hún muna vel eftir áverkunum. „Ég var helaum í andliti,” sagði konan fyrir dómi í dag. Sagðist hún hafa verið að reyna að rifja þetta upp en rúmlega tvö ár eru liðin frá atvikinu. „Átti erfitt með að opna kjálkann,” sagði hún en í lögregluskýrslum kvað hún Óðinn hafa slegið sig í andlitið. „Ég mundi þetta eins og þetta hefði verið lesið upp úr bók fyrstu tvo mánuðina. Svo er maður að reyna að gleyma.” Unnusti eða sambýlismaður konunnar til 10 ára kom fyrir dóminn til þess að bera vitni. Hann sagðist ekkert þekkja ákærða, Óðinn sem var fyrir atvikið vinur fórnarlambsins. Lýsti hann því hvernig kona hans hefði farið út snemma um morgun til þess að hitta vin og komið heim um hádegisbil. „Hún var skrýtin. Það var erfitt að komast að henni,” lýsti hann og sagði hana í fyrstu ekki hafa viljað segja hvað hafði komið fyrir. Sagði hann frá því að einn eða tveir hefðu verið heima hjá þeim þegar konan sneri aftur en kvaðst ekki muna hverjir það hefðu verið. Verjandi í málinu spurði hvort að þetta væri fólk sem hefði verið þarna alla nóttina. „Já,” svaraði vitnið. Spurði þá verjandi hvort að setið hefði verið að sumbli alla nóttina en svaraði þá maðurinn: „Nei nei, þetta voru rólegheit.” Kvaðst hann hafa verið „í góðu lagi.”„Hún er góð. Hjálpar sínum vinum” Atburðurinn lagðist á sálarlíf konunnar að sögn manns hennar. Byrjaði hún að drekka mikið í kjölfar atviksins og er alltaf í vörn. „Þetta hefur verið erfitt síðan.” Verjandi benti á ákveðið misræmi í framburði varðandi ástand konunnar þegar hún kom heim. Áður hafði vinkona hennar borið því við fyrir dómi að hún hafi verið í uppnámi og grátandi á meðan sambýlismaðurinn sagði að hann hefði séð að eitthvað væri að, hún hefði verið þung en ekkert meira. „Já, ég tók ekkert eftir því,” sagði hann og útskýrði málið á þann veg að hún væri öðruvísi í fasi í samskiptum við vinkonur sínar. „Hvað ber hún þá ekki fyllsta traust til þín?,” spurði verjandi. Svaraði sambýlismaðurinn að hún ætti nú að gera það. Því næst spurði verjandi vitnið hvort að honum hefði ekki þótt það undarlegt að hún færi út klukkan 7 að morgni til að hitta annan mann. „Hún er góð. Hjálpar sínum vinum,” var hans svar. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. Einnig hlýddi Óðinn á framburð allra vitna. Óðinn Freyr var sakfelldur í héraði árið 2011 fyrir líkamsárásarbrot gegn 16 ára stúlku í Laugardal en síðar sýknaður í Hæstarétti. Hann hefur gerst sekur um fjölmörg auðgunarbrot. Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Óðins Freys Valgeirssonar hélt áfram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Óðni er gert að sök að hafa svipt konu á þrítugsaldri frelsi sínu, haldið henni nauðugri á heimili sínu að Kleppsvegi og hótað henni lífláti ef hún hefði ekki samræði við hann. Einnig á hann að hafa hrint konunni, rifið í hár hennar, slegið hana með flötum lófa í andlitið og sparkað í hana. Þrjú vitni í málinu voru kölluð fyrir dóm í dag. Þetta voru sambýlismaður konunnar, læknir á neyðarmóttöku og geðlæknir konunnar. Einnig var fórnarlambið kallað fyrir dóm á ný til þess að bera fyrir um atvik sem hún hafði ekki munað við fyrri vitnisburð. Hafði hún þá ekki sagst muna hvort Óðinn hefði slegið hana í andlitið en kvaðst hún muna vel eftir áverkunum. „Ég var helaum í andliti,” sagði konan fyrir dómi í dag. Sagðist hún hafa verið að reyna að rifja þetta upp en rúmlega tvö ár eru liðin frá atvikinu. „Átti erfitt með að opna kjálkann,” sagði hún en í lögregluskýrslum kvað hún Óðinn hafa slegið sig í andlitið. „Ég mundi þetta eins og þetta hefði verið lesið upp úr bók fyrstu tvo mánuðina. Svo er maður að reyna að gleyma.” Unnusti eða sambýlismaður konunnar til 10 ára kom fyrir dóminn til þess að bera vitni. Hann sagðist ekkert þekkja ákærða, Óðinn sem var fyrir atvikið vinur fórnarlambsins. Lýsti hann því hvernig kona hans hefði farið út snemma um morgun til þess að hitta vin og komið heim um hádegisbil. „Hún var skrýtin. Það var erfitt að komast að henni,” lýsti hann og sagði hana í fyrstu ekki hafa viljað segja hvað hafði komið fyrir. Sagði hann frá því að einn eða tveir hefðu verið heima hjá þeim þegar konan sneri aftur en kvaðst ekki muna hverjir það hefðu verið. Verjandi í málinu spurði hvort að þetta væri fólk sem hefði verið þarna alla nóttina. „Já,” svaraði vitnið. Spurði þá verjandi hvort að setið hefði verið að sumbli alla nóttina en svaraði þá maðurinn: „Nei nei, þetta voru rólegheit.” Kvaðst hann hafa verið „í góðu lagi.”„Hún er góð. Hjálpar sínum vinum” Atburðurinn lagðist á sálarlíf konunnar að sögn manns hennar. Byrjaði hún að drekka mikið í kjölfar atviksins og er alltaf í vörn. „Þetta hefur verið erfitt síðan.” Verjandi benti á ákveðið misræmi í framburði varðandi ástand konunnar þegar hún kom heim. Áður hafði vinkona hennar borið því við fyrir dómi að hún hafi verið í uppnámi og grátandi á meðan sambýlismaðurinn sagði að hann hefði séð að eitthvað væri að, hún hefði verið þung en ekkert meira. „Já, ég tók ekkert eftir því,” sagði hann og útskýrði málið á þann veg að hún væri öðruvísi í fasi í samskiptum við vinkonur sínar. „Hvað ber hún þá ekki fyllsta traust til þín?,” spurði verjandi. Svaraði sambýlismaðurinn að hún ætti nú að gera það. Því næst spurði verjandi vitnið hvort að honum hefði ekki þótt það undarlegt að hún færi út klukkan 7 að morgni til að hitta annan mann. „Hún er góð. Hjálpar sínum vinum,” var hans svar. Fórnarlambið sat í dómsal á meðan sambýlismaður hennar bar vitni. Einnig hlýddi Óðinn á framburð allra vitna. Óðinn Freyr var sakfelldur í héraði árið 2011 fyrir líkamsárásarbrot gegn 16 ára stúlku í Laugardal en síðar sýknaður í Hæstarétti. Hann hefur gerst sekur um fjölmörg auðgunarbrot.
Tengdar fréttir „Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18 Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31 Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
„Þetta varð til þess að ég drakk börnin frá mér“ Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir að hóta konu lífláti ef hann fengi ekki að hafa kynmök við hana. 13. júní 2014 15:18
Ógnaði konu með skærum og krafðist kynmaka Óðinn Freyr Valgeirsson er ákærður fyrir frelsissviptingu, hótanir og gróft ofbeldi gagnvart konu á þrítugsaldri. 10. mars 2014 10:31
Máli Óðins Freys enn frestað vegna fjarveru Óðinn Freyr Valgeirsson skráði sig af meðferðarheimili og hefur ekkert sést til hans síðan. 3. apríl 2014 15:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels