Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 13:18 Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir á spjalli í kringum Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“ Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“
Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira