Mjög hlynntur náttúrupassa ráðherra en á móti gistináttagjaldi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2014 14:19 Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég er mjög hlynntur náttúrupassa ráðherra, því ég tel að við eigum að gefa út náttúrupassa og að allir sem koma til landsins kaupi hann. Ég tel að þeir muni gera það með ánægju, enda sé það ljóst, að þeir fjármunir sem fyrir hann fást renni óskiptir í sjóð, sem hafi það skýrt skilgreinda verkefni að stuðla að náttúruvernd og uppbyggingu ferðamannastaða“, segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá og fyrrverandi stjórnarmaður í Samtöku ferðaþjónustunnar (SAF) þegar hann var spurður hvernig honum litist á ákvörðun Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála um náttúrupassa, sem verður kynntur í frumvarpi í ríkisstjórn á föstudaginn. „Ég veit ekki hvernig nákvæmlega ráðherra hyggst útfæra málið á þessu stigi, en við hljótum að skoða frumvarpið með opnum huga þegar það kemur fram. Ferðaþjónustan hefur árum saman reynt að koma sér saman um einhverja leið án árangurs. Ég var og er á móti gistináttagjaldi sem ég tel ósanngjarnt, en SAF telur eftir ítarlega skoðun að það sé illskásti kosturinn, og ég virði þá skoðun þeirra, þó ég sé henni ekki sammála“, bætir Friðrik við. Lágt gjald í umhverfissjóð Friðrik segir að Íslendingar eigi að lýsa því yfir með stolti að Ísland sé ævintýraeyja, sem býr yfir einstakri og afar viðkvæmri náttúru og að landið innheimti lágt gjald af öllum sem koma til landsins og að það gjald renni í umhverfissjóð sem hafi tiltekin skilgreind verkefni til náttúrverndar og uppbyggingar ferðamannastaða. „Af viðtölum við fjölda ferðamanna tel ég víst að því yrði vel tekið. Svo virðist sem samningsaðilar okkar m.a. í Shengen samstarfinu muni líta á það sem landamæragjald og leggjast gegn því. Þá þarf að vinna því fylgi með því að sannfæra menn þar á bæ um að hér sé um náttúruverndargjald að ræða en ekki landamærahindrun, það getur tekið tíma“, segir Friðrik Pálsson. Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
„Ég er mjög hlynntur náttúrupassa ráðherra, því ég tel að við eigum að gefa út náttúrupassa og að allir sem koma til landsins kaupi hann. Ég tel að þeir muni gera það með ánægju, enda sé það ljóst, að þeir fjármunir sem fyrir hann fást renni óskiptir í sjóð, sem hafi það skýrt skilgreinda verkefni að stuðla að náttúruvernd og uppbyggingu ferðamannastaða“, segir Friðrik Pálsson, hótelhaldari á Hótel Rangá og fyrrverandi stjórnarmaður í Samtöku ferðaþjónustunnar (SAF) þegar hann var spurður hvernig honum litist á ákvörðun Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála um náttúrupassa, sem verður kynntur í frumvarpi í ríkisstjórn á föstudaginn. „Ég veit ekki hvernig nákvæmlega ráðherra hyggst útfæra málið á þessu stigi, en við hljótum að skoða frumvarpið með opnum huga þegar það kemur fram. Ferðaþjónustan hefur árum saman reynt að koma sér saman um einhverja leið án árangurs. Ég var og er á móti gistináttagjaldi sem ég tel ósanngjarnt, en SAF telur eftir ítarlega skoðun að það sé illskásti kosturinn, og ég virði þá skoðun þeirra, þó ég sé henni ekki sammála“, bætir Friðrik við. Lágt gjald í umhverfissjóð Friðrik segir að Íslendingar eigi að lýsa því yfir með stolti að Ísland sé ævintýraeyja, sem býr yfir einstakri og afar viðkvæmri náttúru og að landið innheimti lágt gjald af öllum sem koma til landsins og að það gjald renni í umhverfissjóð sem hafi tiltekin skilgreind verkefni til náttúrverndar og uppbyggingar ferðamannastaða. „Af viðtölum við fjölda ferðamanna tel ég víst að því yrði vel tekið. Svo virðist sem samningsaðilar okkar m.a. í Shengen samstarfinu muni líta á það sem landamæragjald og leggjast gegn því. Þá þarf að vinna því fylgi með því að sannfæra menn þar á bæ um að hér sé um náttúruverndargjald að ræða en ekki landamærahindrun, það getur tekið tíma“, segir Friðrik Pálsson.
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30