Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hjá ítölsku meisturunum í Juventus segist eiga í samningaviðræðum við félagið.
Pogba gekk til liðs við Juventus frá Manchester United 2012 og hefur þráðlátlega verið orðaður við hin ýmsu stórlið Evrópu að undanförnu og þá ekki síst PSG í heimalandinu.
En hinn 21 árs gamli miðjumaður gefur lítið fyrir þetta og hefur hug á að framlengja samning sinn við Juventus.
„Við eigum í viðræðum um að framlengja samninginn við Juventus,“ sagði Pogba. „Ég mun hitta stjórnina fljótlega.“
Núverandi samingur Pogba við Juventus rennur út sumarið 2016 en félagið vill framlengja samninginn um þrjú ár.
Pogba: Á í viðræðum við Juventus
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

