Um síðustu helgi tóku þær þátt í tískusýningu á vegum einnar stærstu tískuvefverslunar í Suður-Asíu, Gnossem.com, sem haldin var á Formúlu 1-keppni.
„Ég komst í samband við stofnanda og eiganda Gnossem.com, Lisu Crosswite, hérna úti og hún var svo hrifin af Twin Within að hún bauð okkur að sýna festarnar á þessari F1-sýningu,“ segir Kristín sem er búsett í Singapúr ásamt sambýlismanni sínum, Orra Helgasyni, og dóttur þeirra.
„Þetta var það fyrsta af þremur sýningarkvöldum og þarna voru um það bil 2.500 manns sem horfðu á sýninguna.“
Fjölmargir fylgdust einnig með formúlunni, meðal annars kokkurinn Gordon Ramsay sem þau hittu þegar þau fóru út að borða.
„Hann sat á næsta borði. Við spjölluðum aðeins og hann sagðist koma árlega til Íslands að veiða,“ segir Kristín. Hún er ánægð með sýninguna.
„Vonandi verður þetta til þess að fleiri tækifæri bjóðast Twin Within í framhaldinu en stefnan er tekin á Asíumarkaðinn. Á döfinni er að koma festunum í framleiðslu og þær koma í verslanir á Íslandi og víðar fyrir jólin.“
Festar systranna hafa verið vinsælar en þær hafa verið framleiddar í takmörkuðu upplagi hingað til.