Maroane Fellaini, miðjumaður Manchester United, viðurkennir að fyrsta tímabilið sitt hjá félaginu hafi verið hreinasta hörmung og algjör vonbrigði en hann var langt frá því að standa undir 27 milljóna punda verðmiðanum.
Fellaini byrjaði aftur á móti vel með belgíska landsliðinu á HM en hann skoraði jöfnunarmarkið á móti Alsír í fyrsta leik sem Belgar enduðu með að vinna, 2-1.
Hann segist þó ekki vera á HM til að sýna sig fyrir öðrum liðum heldur er hann staðráðinn í að sýna nýjum knattspyrnustjóra Man. Utd, Louis VanGaal, hvað hann getur.
„Það vita allir að ég vil helst gleyma þessu tímabili sem fyrst. Ég er samt sami Marouane,“ segir Fellaini í viðtali við belgíska tímaritið SoccerNews.
„United keypti mig fyrir einu ári og ég gekk í gegnum hæðir og lægðir eins og meiðslin sem ég varð fyrir. Svo small liðið heldur aldrei.“
„Nú erum við komnir með nýjan stjóra og við sjáum til hvað gerist á síðustu leiktíð,“ segir Marouane Fellaini.
Fellaini er ekki að sýna sig fyrir öðrum liðum á HM
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn

Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn

Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United
Enski boltinn

