Lögreglan eini aðilinn sem geti upplýst Andri Ólafsson skrifar 24. júní 2014 09:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Í kæru dótturfélags Samherja á hendur Ingveldi Einarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara og nú hæstaréttardómara, kvartar fyrirtækið meðal annars yfir því hversu fljót hún var að veita úrskurðina sem heimiluðu þvingunaraðgerðirnar. Úrskurðirnir voru veittir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á meintum brotum Samherja og tengdra fyrirtækja á gjaldeyrislögum. „Að vel athuguðu máli ákváðum við að fara þessa leið, að kæra til lögreglunnar vegna þess að við teljum að lögreglan sé eini aðilinn sem getur raunverulega upplýst hvað gerðist í þessu þinghaldi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Fréttablaðið. Í kærunni segir að Seðlabankinn hafi upphaflega farið fram á heimild hjá héraðsdómi til aðgerðanna þann 23. mars 2012. Annar dómari veitti tvo úrskurði sem heimiluðu aðgerðirnar, gegn Samherja og nítján öðrum tengdum fyrirtækjum, daginn eftir. Þremur dögum síðar mættu starfsmenn bankans á starfsstöðvar Samherja og hinna fyrirtækjanna til að hefja aðgerðirnar. Í kærunni segir: „Við upphaf aðgerðanna var úrskurðunum andmælt og bent á að það væri ómögulegt að framfylgja úrskurðunum,“ á nánar tilteknum grundvelli. Því er haldið fram að úrskurðirnir hafi verið of víðtækir og ónákvæmir. Þá hafi ýmsir aðrir agnúar verið á þeim.Brotin sem dómarinn er kærður fyrir varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Fréttablaðið/ValliÍ kjölfarið voru aðgerðirnar stöðvaðar og Seðlabankinn fór með nýjar beiðnir um húsleit og haldlagningu til héraðsdóms. Í nýjum beiðnum hafði verið bætt við tíu félögum en að öðru leyti voru þær, rökstuðningur þeirra og upptalin gögn óbreytt frá fyrri beiðnum. „Ekki var fyrir að fara neinum rökstuðningi fyrir því að þeim fyrirtækjum var bætt við og því síður var vísað til nýrra gagna eða upplýsinga,“ segir í kærunni. Laust eftir hádegi sama dag, eða aðeins rúmlega tveimur tímum síðar, kvað hinn kærði héraðsdómari, Ingveldur Einarsdóttir, upp nýja úrskurði sem fyrir utan tíu nýju nöfnin voru algjörlega sambærilegir fyrri úrskurðum. Dótturfélag Samherja telur það brot á lögum að fulltrúar þess hafi ekki verið boðaðir í fyrirtöku þegar hinir nýju úrskurðir voru kveðnir upp, þrátt fyrir að vera kunnugt um aðgerðirnar, enda var vettvangur vaktaður af lögreglu. Þá hafa fyrirtækin ekki getað sannreynt að gögn og fylgiskjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dómara, þar sem umrædd gögn séu ekki í vörslum dómsins þrátt fyrir lagaskyldu þess lútandi. „Dómarinn meinaði okkur aðgang að réttarhaldinu og hann hélt ekki eftir þeim gögnum sem eiga að hafa verið lögð fram og virðist hafa afgreitt beiðnirnar án þess að kynna sér þær með þeim hætti sem lög kveða á um. Niðurstaðan var úrskurðir um húsleit og haldlagningu hjá fjölda fyrirtækja sem hvorki fyrr né síðar voru grunuð um nokkurt brot,“ segir Þorsteinn.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir „Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15 Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
„Augljóst lögbrot“ "Okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því var útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða,“ segir forstjóri Samherja. 23. júní 2014 19:15
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00