Mögulegt fyrra höfuðhögg til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2014 17:04 Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Já, við höfum heyrt þetta allt saman,“ segir Daníel aðspurður um hið fyrra höfuðhögg. Hann staðfestir að lögreglan vinni úr þeim upplýsingum sem hún hafi. „Við tökum allt sem við teljum upplýsandi til skoðunar,“ segir Daníel. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins. Feðgarnir, sem búa í íbúðinni þar sem komið var að hinum látna, auk tveggja annarra. Voru allir fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald mánudaginn 16. júní en þeim tveimur síðarnefndu sleppt á fimmtudeginum, þremur dögum síðar. „Þeir tveir sem fyrst voru látnir lausir úr fangelsi myndu ekki einu sinni kremja flugu. Þeir myndu reyna að bjarga henni,“ segir viðmælandi Vísis á Hvammstanga sem þekkir til mannanna. Daníel sagði við Fréttablaðið í vikunni ljóst að mennirnir tveir hefðu ekki átt hlut að máli. Þeir hefðu ekki verið á staðnum þegar hin meinta árás átti sér stað.Trúa ekki að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað Lögreglan bíður nú niðurstöðu krufningar sem er að vænta síðar í vikunni. Daníel vill ekkert gefa upp um hvort talið sé að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað eða að um slys hafi verið að ræða. Áðurnefndum viðmælanda Vísis á Hvammstanga ofbýður umfjöllun fjölmiðla um málið sem hafi slæm áhrif á samfélagið á Hvammstanga. „Okkur bæjarbúum hefur sviðið mjög sárt hvernig allir fjölmiðlar hafa étið hver upp eftir öðrum í umfjöllun sinni. Þetta er hrikalega erfitt fyrir aðstandendur sem búa hér í þessu samfélagi.“ Um sé að ræða hörkuduglega og strangheiðarlega menn. Fólk í hennar nærumhverfi á Hvammstanga hafi ekki trúað í eina sekúndu að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Allir þeir íbúar á Hvammstanga sem Vísir hefur rætt við undanfarna tíu daga hafa lýst yfir sömu skoðun. Tengdar fréttir Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Lögreglan á Akureyri hefur meðal annars til rannsóknar hvort maðurinn sem lét lífið af völdum höfuðhöggs um Hvítasunnuhelgina hafi viku fyrr fengið höfuðhögg í skírnarveislu. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Já, við höfum heyrt þetta allt saman,“ segir Daníel aðspurður um hið fyrra höfuðhögg. Hann staðfestir að lögreglan vinni úr þeim upplýsingum sem hún hafi. „Við tökum allt sem við teljum upplýsandi til skoðunar,“ segir Daníel. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins. Feðgarnir, sem búa í íbúðinni þar sem komið var að hinum látna, auk tveggja annarra. Voru allir fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald mánudaginn 16. júní en þeim tveimur síðarnefndu sleppt á fimmtudeginum, þremur dögum síðar. „Þeir tveir sem fyrst voru látnir lausir úr fangelsi myndu ekki einu sinni kremja flugu. Þeir myndu reyna að bjarga henni,“ segir viðmælandi Vísis á Hvammstanga sem þekkir til mannanna. Daníel sagði við Fréttablaðið í vikunni ljóst að mennirnir tveir hefðu ekki átt hlut að máli. Þeir hefðu ekki verið á staðnum þegar hin meinta árás átti sér stað.Trúa ekki að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað Lögreglan bíður nú niðurstöðu krufningar sem er að vænta síðar í vikunni. Daníel vill ekkert gefa upp um hvort talið sé að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað eða að um slys hafi verið að ræða. Áðurnefndum viðmælanda Vísis á Hvammstanga ofbýður umfjöllun fjölmiðla um málið sem hafi slæm áhrif á samfélagið á Hvammstanga. „Okkur bæjarbúum hefur sviðið mjög sárt hvernig allir fjölmiðlar hafa étið hver upp eftir öðrum í umfjöllun sinni. Þetta er hrikalega erfitt fyrir aðstandendur sem búa hér í þessu samfélagi.“ Um sé að ræða hörkuduglega og strangheiðarlega menn. Fólk í hennar nærumhverfi á Hvammstanga hafi ekki trúað í eina sekúndu að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Allir þeir íbúar á Hvammstanga sem Vísir hefur rætt við undanfarna tíu daga hafa lýst yfir sömu skoðun.
Tengdar fréttir Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Dauðsfallið á Hvammstanga: Von á skýrslu úr krufningu í lok vikunnar Von er á skýrslu í lok vikunnar úr krufningu, vegna fráfalls Tomasz Krzeczkowski, sem lést eftir meinta líkamsárás á Hvammstanga fyrr í mánuðinum. 24. júní 2014 12:47
Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43
Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13