„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. desember 2014 08:04 "Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. vísir/anton brink „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson. Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson en hann lenti í alvarlegu bílslysi á Hellisheiði eystri árið 2007. Hann kastaðist út úr bílnum og fékk hann ofan á sig. Í dag er Jón lamaður fyrir neðan mitti.Vísir sagði frá því í gær að teymi lækna og hjúkrunarstarfsmanna hefði bjargað manni sem stunginn hafði verið í gegnum hjartað, Sebastian Andrzej Golab, á ótrúlegan hátt. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir var á meðal þessara lækna. Tómas var jafnframt á meðal þeirra lækna sem tóku á móti Jóni eftir slysið. Jón sá viðtalið og strax rifjuðust upp minningar frá slysinu. Hann er fullviss um að ef hann hefði ekki verið í eins góðum höndum og þarna þá væri staða hans í dag allt önnur.Tómas Guðbjartsson skurðlæknir.vísir/pjetur„Tókst að bjarga lífi mínu fyrir horn“ „Ég væri ekki hér. Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp og með öllum sínum hæfileikum, reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu á sínu sviði, tókst honum að bjarga lífi mínu fyrir horn,“ segir Jón. Jón var í mjög slæmu ásigkomulagi eftir slysið. Hann var með fjöláverka og rofna ósæð, en það eina sem kom í veg fyrir að honum blæddi út var mótþrýstingur í brjóstholinu og sú staðreynd að ákveðið var að létta þeim þrýstingi ekki af á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, þangað sem hann var fluttur eftir slysið. Þá hafði eitt rifbeinið brotnað og stungist inn í annað lungað.Missti tugi lítra af blóði „Tómas vann svo þrekvirki í að gera við ósæðina, lungað og fleira sem á bjátaði í aðgerð sem tók margar klukkustundir. Á meðan var lögreglan í acute akstri frá blóðbankanum með blóð og blóðvökva en ég missti tugi lítra af blóði á meðan á þessu stóð.“„Þið sjáið hvurslags verkefni þeir stóðu frammi fyrir í mínu tilfelli en þarna er hann að búa sig undir að gera við ósæðina og setja hana saman. Það liggur við að það hefði þurft á pípulagningamanni að halda,“ segir Jón.Verkfall lækna hófst 27.október síðastliðinn. Hvorki hefur gengið né rekið í kjarabaráttu þeirra við ríkið og ef svo fer fram sem horfir stefnir allt í að læknar bókstaflega flýi land, eða segi störfum sínum lausum. Þegar hafa fjölmargir læknar gert það. Jón er afar áhyggjufullur yfir stöðu lækna og kjörum þeirra en það er ástæða þess að hann ákvað að segja sögu sína. „Stjórnvöld verða að gefa eftir og fara rétta út sáttarhönd ef við ætlum ekki að missa lækna eins og Tómas og kollega hans úr landi. Þá verða bráðum engar svona gleðifréttir af björgun Sebastian, sagðar lengur heldur lesum við um hann í minningargrein,“ segir hann. „Álagið á læknum og starfsfólki spítalanna er svo kapítuli út af fyrir sig og ef allt er lagt saman hljóta allir að sjá að þetta er algjörlega galið.“ Innlegg frá Jón Gunnar Benjamínsson.
Tengdar fréttir Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45