Veðrið um verslunarmannahelgina: „Ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað“ Bjarki Ármannsson skrifar 1. ágúst 2014 08:30 Hér má sjá veðurspá fyrir nokkrar helstu útihátíðir helgarinnar. Mynd/Fréttablaðið Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“ Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Verslunarmannahelgin gengur nú í garð og hefur veðurspáin oft verið verri. Þrátt fyrir heldur vætusamt sumar, stefnir ekki í mikla rigningu um helgina. „Það verður eiginlega keimlíkt veður um allt land,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það verður hægur vindur og stöku skúrir en á flestum stöðum verður bjart. Það er helst allra syðst sem hvessir á sunnudaginn og mesta úrkoman verður kannski þar, þótt hún verði aldrei það mikil. Þá verður aðallega þurrt fyrir austan.“ Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt. Kuldapollur kemur úr norðri og hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig. Hlýjast verður suðvestan til á landinu, þar sem hiti mun kannski ná upp í um fimmtán stig, en svalast á Norðurlandi. „Það er samt ekkert sem peysa eða úlpa getur ekki reddað,“ segir Birta Líf. Sömuleiðis hefur veðurspáin í Vestmannaeyjum oft verið verri fyrir verslunarmannahelgina. „Það verður hægur vindur framan af hjá þeim í Eyjum og einhverjar skúrir,“ segir Birta Líf. „Á sunnudaginn er kannski heldur búist við rigningu og það hvessir svolítið þar.“ Birta Líf segir að í raun sé ekki von á eftirminnilega góðu eða eftirminnilega slæmu veðri um verslunarmannahelgina og enginn landshluti afgerandi betur staddur en annar. „Þetta er ekkert mikið veður,“ segir hún. „Ef þetta væri venjuleg helgi, held ég að allir væru bara ljómandi glaðir.“
Veður Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira