„Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:44 Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira