Greenpeace mun fylgjast með Ölmu alla leið til Japan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2014 15:37 Skipið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. vísir/daníel Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“ Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira
Greenpeace-samtökin fylgjast grannt með flutningaskipinu Ölmu, sem hætti við að leggja að bryggju í Suður-Afríku í fyrradag vegna mótmæla. Um borð eru um 2.000 tonn af hvalkjöti sem flutt er frá Íslandi til Japan og stóð til að taka olíu og vistir í Durban í Suður-Afríku en hætt var við í kjölfar mótmælanna. Um 21 þúsund manns rituðu nöfn sín á undirskriftarlista á vegum Greenpeace þar sem hafnaryfirvöld voru hvött til að neita skipinu þjónustu. „Undirskriftirnar eru reyndar orðnar 35 þúsund núna,“ segir Pavel Klinckhamers, verkefnastjóri hjá Greenpeace, í samtali við Vísi. Hann segir marga hafa orðið hneykslaða þegar það fréttist að skipið sigldi innan suðurafrískrar landhelgi. „Íbúar í Suður-Afríku eru mjög meðvitaðir um náttúruvernd og reyna til dæmis um þessar mundir að stöðva nashyrningsveiðar. En þeim er einnig umhugað um sjávardýrin og þegar fréttist af þessu skipi, með hvalkjöt innanborðs, sem er afurð veiða sem er ólögleg í stórum hluta heimsins, þótti ástæða til að bregðast harkalega við.“ Klinckhamers segir að þó hafi það komið á óvart hversu margar undirskriftir söfnuðust á stuttum tíma.Kjötið sett beint í geymslu Klinckhamers segir skipið nú vera statt rétt suður af Madagaskar, við austurströnd Afríku. Mun verða fylgst með skipinu þar til það leggur að bryggju í Japan. „Þetta er ein stærsta sending af hvalkjöti sem við höfum vitað af í áratugi,“ segir Klinckhamers. „Fyrst fóru þeir til Hamborgar og Rotterdam með venjuleg flutningaskip en það varð æ erfiðara að nota þessi skip vegna þess að mörg flutningsfyrirtæki vilja ekki lengur flytja hvalkjöt. Hvalur hf. leigði því eitt stórt skip til þess að flytja allan kjötforðann í einu. Þeir vilja losna við hann til að rýma geymslurnar fyrir næsta hvalveiðitímabil.“ Klinckhamers segist forvitinn um það hvað verði um kjötið þegar það kemst á leiðarenda. „Markaðurinn í Japan er ekki stór núna. Samkvæmt okkar upplýsingum verður það ekki selt þar heldur fer það í geymslu.“ Aðspurður segir Klinckhamers ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið þátt í mótmælunum. „Þetta var aðallega fólk í Suður-Afríku. En mér skilst á íslenskum fjölmiðlum að æ fleiri Íslendingar séu að verða mótfallnir hvalveiðum. Bæði vegna takmarkaðra útflutningsmöguleika og orðspori landsins á alþjóðavettvangi.“
Mest lesið Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira