Magnús Geir ætlar sér að standast pólitískan þrýsting Jakob Bjarnar skrifar 18. mars 2014 14:47 Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hélt starfsmannafund í morgun þar sem dró til tíðinda. Hann kynnti þar að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum og störf þeirra verið auglýst. Helst hefur vakið athygli í því samhengi að Óðinn Jónsson fréttastjóri er meðal þeirra sem sagt var upp störfum en Ríkisútvarpið hefur meðal annars mátt sitja undir mikilli gagnrýni þess efnis að fréttastofan, undir stjórn Óðins, dragi taum Evrópusinna. Þessi gagnrýni hefur verið áberandi frá stjórnarliðum, meðal annars frá Vigdísi Hauksdóttur formanni fjárlaganefndar, og hafa menn viljað lesa í þau orð að ríkisstjórnin vilji losna við Óðinn úr sæti fréttastjóra.Ómakleg gagnrýniHeimir Már Pétursson fréttamaður tók útvarpsstjóra tali strax að fundi loknum og má sjá hluta viðtals hans hér á Vísi. Þeir koma víða við í viðtalinu. Magnús Geir segir spurður ólíklegt að takist að snúa rekstrinum við á þessu rekstrarári, sem er frá 1. september til 1. september, en um milljón króna tap á dag hefur verið á rekstrinum. En strax á næsta rekstrarári er stefnt að því að reksturinn verði jákvæður, og gott betur. Heimir spyr Magnús Geir jafnframt út í gagnrýni sem dunið hefur á stofnuninni að undanförnu. Magnús Geir segir að hann leggi áherslu á að umræðan um Ríkisútvarpið verði opnuð. Hann telur að Ríkisútvarpið verði að þola málefnalega gagnrýni, en sumt sem sett hefur verið fram hefur að hans mati verið ómálefnalegt og reyndar algerlega út í hött. Magnús Geir segir jafnframt að hann hafi ekki orðið var við neinn pólitískan þrýsting, en í aðdraganda ráðningar í stól útvarpsstjóra voru raddir uppi þess efnis að Sjálfstæðismenn myndu vilja koma sínum manni að í stöðu útvarpsstjóra. „Og ef ég verð fyrir pólitískum þrýstingi mun ég standa í lappirnar og aldrei láta draga mig út í að sinna einhverjum herrum í því samhengi.“Miklar breytingar fyrirsjáanlegar í yfirstjórn Brottrekstur framkvæmdastjóra ber á góma og Heimir Már spyr hvort þeir framkvæmdastjórar megi gera sér vonir um að þeir fái stöðurnar aftur ef þeir sækja um? „Sannarlega,“ segir Magnús Geir. Hann vonast til þess að ný framkvæmdastjórn verði fjölbreytt, að þar verði nýtt blóð en að reynslumiklir framkvæmdastjórar verði þar með. Magnús Geir hefur hamrað á því að lykilatriði í stefnu hans sé jafnrétti milli kynja og jafnrétti milli landsbyggðar og þá höfuðborgarsvæðis. Í ljósi þess er ekki óvarlegt að ætla að mikil umskipti verði í hópi framkvæmdastjóra en þeir sem nú fara frá eru að mestu leyti karlar: Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson Fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson Tækni, Óðinn Jónsson Fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri RÚV, Magnús R. Einarsson Dagskrárstjóri útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson Markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir Mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon Nýmiðla- og vefstjóri.Of stór föt Magnús Geir kemur í viðtalinu einnig inn á að Ríkisútvarpið sé í alltof stórum fötum með vísan til húsnæðisins við Efstaleiti – starfsemin sé miklu minni nú en var. Magnús Geir vill losna við útvarpshúsið úr rekstri Ríkisútvarpsins. Staða fjármála stofnunarinnar sé ótæk og þar leiki húsið stórt hlutverk, það sé alltof dýrt og há lán hvíli á eigninni. „Þetta hefur haft neikvæð áhrif á dagskrá en Ríkisútvarpið á að einbeita sér að innihaldi en að minna púður fari í húsrekstur.“ Magnús Geir vonar að stofnunin losni úr þeim fjötrum hið fyrsta. Tengdar fréttir Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48 Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02 Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37 Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson sjónvarpsstjóri hélt starfsmannafund í morgun þar sem dró til tíðinda. Hann kynnti þar að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum og störf þeirra verið auglýst. Helst hefur vakið athygli í því samhengi að Óðinn Jónsson fréttastjóri er meðal þeirra sem sagt var upp störfum en Ríkisútvarpið hefur meðal annars mátt sitja undir mikilli gagnrýni þess efnis að fréttastofan, undir stjórn Óðins, dragi taum Evrópusinna. Þessi gagnrýni hefur verið áberandi frá stjórnarliðum, meðal annars frá Vigdísi Hauksdóttur formanni fjárlaganefndar, og hafa menn viljað lesa í þau orð að ríkisstjórnin vilji losna við Óðinn úr sæti fréttastjóra.Ómakleg gagnrýniHeimir Már Pétursson fréttamaður tók útvarpsstjóra tali strax að fundi loknum og má sjá hluta viðtals hans hér á Vísi. Þeir koma víða við í viðtalinu. Magnús Geir segir spurður ólíklegt að takist að snúa rekstrinum við á þessu rekstrarári, sem er frá 1. september til 1. september, en um milljón króna tap á dag hefur verið á rekstrinum. En strax á næsta rekstrarári er stefnt að því að reksturinn verði jákvæður, og gott betur. Heimir spyr Magnús Geir jafnframt út í gagnrýni sem dunið hefur á stofnuninni að undanförnu. Magnús Geir segir að hann leggi áherslu á að umræðan um Ríkisútvarpið verði opnuð. Hann telur að Ríkisútvarpið verði að þola málefnalega gagnrýni, en sumt sem sett hefur verið fram hefur að hans mati verið ómálefnalegt og reyndar algerlega út í hött. Magnús Geir segir jafnframt að hann hafi ekki orðið var við neinn pólitískan þrýsting, en í aðdraganda ráðningar í stól útvarpsstjóra voru raddir uppi þess efnis að Sjálfstæðismenn myndu vilja koma sínum manni að í stöðu útvarpsstjóra. „Og ef ég verð fyrir pólitískum þrýstingi mun ég standa í lappirnar og aldrei láta draga mig út í að sinna einhverjum herrum í því samhengi.“Miklar breytingar fyrirsjáanlegar í yfirstjórn Brottrekstur framkvæmdastjóra ber á góma og Heimir Már spyr hvort þeir framkvæmdastjórar megi gera sér vonir um að þeir fái stöðurnar aftur ef þeir sækja um? „Sannarlega,“ segir Magnús Geir. Hann vonast til þess að ný framkvæmdastjórn verði fjölbreytt, að þar verði nýtt blóð en að reynslumiklir framkvæmdastjórar verði þar með. Magnús Geir hefur hamrað á því að lykilatriði í stefnu hans sé jafnrétti milli kynja og jafnrétti milli landsbyggðar og þá höfuðborgarsvæðis. Í ljósi þess er ekki óvarlegt að ætla að mikil umskipti verði í hópi framkvæmdastjóra en þeir sem nú fara frá eru að mestu leyti karlar: Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, Bjarni Kristjánsson Fjármálastjóri, Eyjólfur Valdimarsson Tækni, Óðinn Jónsson Fréttastjóri, Skarphéðinn Guðmundsson Dagskrárstjóri RÚV, Magnús R. Einarsson Dagskrárstjóri útvarps, Þorsteinn Þorsteinsson Markaðsstjóri, Berglind G. Bergþórsdóttir Mannauðsstjóri og Ingólfur Bjarni Sigfússon Nýmiðla- og vefstjóri.Of stór föt Magnús Geir kemur í viðtalinu einnig inn á að Ríkisútvarpið sé í alltof stórum fötum með vísan til húsnæðisins við Efstaleiti – starfsemin sé miklu minni nú en var. Magnús Geir vill losna við útvarpshúsið úr rekstri Ríkisútvarpsins. Staða fjármála stofnunarinnar sé ótæk og þar leiki húsið stórt hlutverk, það sé alltof dýrt og há lán hvíli á eigninni. „Þetta hefur haft neikvæð áhrif á dagskrá en Ríkisútvarpið á að einbeita sér að innihaldi en að minna púður fari í húsrekstur.“ Magnús Geir vonar að stofnunin losni úr þeim fjötrum hið fyrsta.
Tengdar fréttir Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48 Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02 Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37 Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsmenn RÚV „Við héldum fyrst að þetta væri fundur um fjármálin,“ segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna og fréttamaður Ríkisútvarpsins. 18. mars 2014 12:48
Neyðarfundur í Efstaleitinu Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri vandar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki kveðjurnar. 18. mars 2014 10:02
Magnús Geir rak framkvæmdastjórn RÚV Nýr útvarpsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, kynnti starfsfólki RÚV í morgun áherslur sínar og stefnu í rekstri Ríkisútvarpsins og skipulagsbreytingar til að styðja við þær áherslur en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá RÚV. Nýjar stöður framkvæmdastjórnar RÚV verða auglýstar lausar til umsóknar. 18. mars 2014 10:37
Óðni Jónssyni fréttastjóra RÚV sagt upp störfum Magnús Geir Þórðarson sagði upp öllum framkvæmdastjórum RÚV, þar með talið fréttastjóra RÚV. 18. mars 2014 10:59