Vigdís vill endurskoða fjárframlög til RÚV Jakob Bjarnar skrifar 14. ágúst 2013 08:25 Vigdís Hauksdóttir vill endurskoða aðkomu ríkissjóðs að RÚV. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“ Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent