Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2014 17:06 "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ „Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
„Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Líkt og Vísir greindi frá í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. „Við gosstöðvarnar hefur gas verið að mælast yfir 130 þúsund míkrógrömm á rúmmetra sem er mjög nálægt því að vera banvænt. Ef ekki banvænt. Til samanburðar má nefna að mengun í byggðum hefur hæst verið að mælast 5800,“ segir Víðir. Lokanir á svæðinu eru enn í gildi og gasmengun af völdum eldgossins gríðarleg. Þá er hætta gufusprengingum, að gosið hlaupi undir jökli, flóðahætta og öskuhætta.Í rannsókn lögreglu Þó nokkuð hefur verið um að ferðamenn reyni að komast inn á svæðið í leyfisleysi og eiga allmargir yfir höfði sér ákærur vegna þess. Sektirnar gætu hlaupið á hundruðum þúsunda. Málið er komið á borð lögreglunnar á Húsavík og er ekki fordæmalaust. Annað sambærilegt mál er nú í rannsókn lögreglu. „Við erum meðvituð um þetta myndband og höfum þetta til rannsóknar,“ segir Brynjólfur Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík.Heilmikil aðgerð komi til björgunar „Það hafa vissulega komið upp mál þar sem óviðkomandi hafa farið inn á svæðið. En það er heilmikil aðgerð ef það þarf að fara í að bjarga einhverjum sem lendir í vandræðum þarna. Þetta er á svo rosalega afskekktu svæði og svæðið er svo hættulegt að það er mjög mikill viðbúnaður sem þarf að setja í gang, komi til einhverrar björgunar,“ segir Brynjólfur. Á mynd Ashkenaz má sjá að þyrlan var á vegum fyrirtækisins Reykjavík helicopters. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja málið alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns og að það sé nú til rannsóknar innan fyrirtækisins. Ashkenazi er heimsþekkt og hefur komið að ýmsum sviðum viðskiptalífsins. Auðkýfingurinn erfði mikinn olíuauð og situr meðal annars í stjórn hátískuhússins Vionnet.Loading From the heart of the Earth!!!!!! #wow #momentstoremember #vionneteverywhere #vionnet #vionnetforever #vionnetfamily View on Instagram
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22