Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn- 2,5 af 10 Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. desember 2014 07:15 Læknar hafa boðað til fjögurra daga verkfallslotna eftir áramót. Vísir/Ernir Síðustu verkfallslotu fyrir jól lýkur fimmtudaginn, 11. desember. Verkfall lækna hefur haft víðtæk áhrif á rekstur spítala og heilsugæslustöðva landsins. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Frá þessu segir Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, og óttast mjög um framhaldið enda hafa verið boðaðar harðar aðgerðir eftir áramót þar sem farið verður í fjögurra daga verkfallslotur. Þær verkfallsaðgerðir munu gera það að verkum að aðeins verður opið á skurðstofum á föstudögum. Leifur ítrekar þó að engin alvarleg atvik hafi komið upp vegna verkfallsins, aðeins uppákomur sem fela í sér truflun og óþægindi fyrir sjúklinga. „Við höfum aðeins skráð hjá okkur uppákomur sem teljast ekki alvarlegar, það hafa sum sé engin alvarleg atvik verið skráð enda sinna læknar ávallt bráðaþjónustu.“ Leifur Bárðarson segir uppsafnaðan vanda Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu valda sér áhyggjum.Vísir/ aðsentLeifur segist halda að margir bíði með að leita sér þjónustu vegna verkfalls lækna. Landlæknisembættið notast við einkunnakerfi til að fylgjast með frávikum í þjónustu til sjúkra. Í nýlegri könnun fær Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins falleinkunn, eða 2,5 af 10. „Það er áhyggjuefni, áhrifin eru meiri á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir sækja þjónustu. Uppsafnaður vandi heilsugæslunnar er nokkuð sem þarf að kljást við í náinni framtíð.“ Á mánudag tilkynntu 200 læknanemar Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að þeir myndu ekki koma til starfa. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir aðgerðir læknanema hafa mjög neikvæð áhrif til lengri tíma. „Það er alvarlegt fyrir spítalann ef unga fólkið vill ekki ráða sig hér til vinnu. Það er óásættanlegt fyrir spítalann í lengri tíma að geta ekki verið vinsæll vinnustaður meðal unga fólksins. Við vonum að deiluaðilar, ríkisvaldið og læknar, nái saman í þessu máli,“ segir hann um langtímaáhrif en nefnir að strax í sumarbyrjun muni verða miklar truflanir á starfi spítalanna komi læknakandídatar ekki til starfa eins og vant er. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Síðustu verkfallslotu fyrir jól lýkur fimmtudaginn, 11. desember. Verkfall lækna hefur haft víðtæk áhrif á rekstur spítala og heilsugæslustöðva landsins. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Frá þessu segir Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, og óttast mjög um framhaldið enda hafa verið boðaðar harðar aðgerðir eftir áramót þar sem farið verður í fjögurra daga verkfallslotur. Þær verkfallsaðgerðir munu gera það að verkum að aðeins verður opið á skurðstofum á föstudögum. Leifur ítrekar þó að engin alvarleg atvik hafi komið upp vegna verkfallsins, aðeins uppákomur sem fela í sér truflun og óþægindi fyrir sjúklinga. „Við höfum aðeins skráð hjá okkur uppákomur sem teljast ekki alvarlegar, það hafa sum sé engin alvarleg atvik verið skráð enda sinna læknar ávallt bráðaþjónustu.“ Leifur Bárðarson segir uppsafnaðan vanda Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu valda sér áhyggjum.Vísir/ aðsentLeifur segist halda að margir bíði með að leita sér þjónustu vegna verkfalls lækna. Landlæknisembættið notast við einkunnakerfi til að fylgjast með frávikum í þjónustu til sjúkra. Í nýlegri könnun fær Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins falleinkunn, eða 2,5 af 10. „Það er áhyggjuefni, áhrifin eru meiri á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir sækja þjónustu. Uppsafnaður vandi heilsugæslunnar er nokkuð sem þarf að kljást við í náinni framtíð.“ Á mánudag tilkynntu 200 læknanemar Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að þeir myndu ekki koma til starfa. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, segir aðgerðir læknanema hafa mjög neikvæð áhrif til lengri tíma. „Það er alvarlegt fyrir spítalann ef unga fólkið vill ekki ráða sig hér til vinnu. Það er óásættanlegt fyrir spítalann í lengri tíma að geta ekki verið vinsæll vinnustaður meðal unga fólksins. Við vonum að deiluaðilar, ríkisvaldið og læknar, nái saman í þessu máli,“ segir hann um langtímaáhrif en nefnir að strax í sumarbyrjun muni verða miklar truflanir á starfi spítalanna komi læknakandídatar ekki til starfa eins og vant er.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira