Innlent

Máluðu nagla að næturlagi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn bláu naglanna tólf.
Einn bláu naglanna tólf. Mynd/Jóhannes Valgeir
Jóhannes Valgeir Reynisson, betur þekktur sem Blái Naglinn, tók upp pensilinn að næturlagi í vikunni. Á augabragði málaði hann ásamt vöskum mönnum tólf stóra bláa nagla við hin fjölförnu gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Ástæðan er til að vekja athygli á herferð til styrktar rannsóknum á ristilkrabbameini á Landspítalanum.

„Við ætlum að gefa öllum sem verða fimmtugir árið 2015, 2016 og 2017 skimunarpróf,“ segir Jóhannes Valgeir. Hann er búinn að reikna að gefa þurfi 4388 próf í afmælisgjöf árin þrjú. Jóhannes Valgeir segir mikilvægt að auka vitund um ristilkrabbamein enda deyi 52 einstaklingar á ári á Íslandi af þeim völdum. Það svarar til eins Íslendings á viku. Með skimunarprófi er hægt að lækka dánartíðnina um 25%, og með ristilspeglun er hægt að lækka tíðnina um 80%.

„Búið er að lækka dánartíðnina í tilfelli brjóstakrabbameins um 25-30%,“ segir Jóhannes Valgeir. Með ristilspeglun megi lækka dánartíðni í tilfelli ristilkrabbameins um allt að 80% að sögn Jóhannesar.

Áður hefur Vísir fjallað um uppboð á treyju brasilísku knattspyrnugoðsagnarinnar Pele til styrktar málstaðnum. Þá er framundan ráðstefna á Grand Hótel þann 20. september þar sem fjallað verður um ristilkrabbamein út frá öllum hliðum.


Tengdar fréttir

Karlmenn og krabbamein

Samkvæmt krabbameinsskráningu á Íslandi hefur þróun orðið sú að nú á síðustu árum látast fleiri karlar úr æxlunarfærakrabbameini heldur en konur og eru þá meðtalin andlát kvenna vegna brjóstakrabbameins. Krabbameinsforvarnir og krabbameinsleit meðal karla stendur ekki til boða á Íslandi og að því er virðist ekki heldur meðal annarra þjóða.

Býður upp áritaða Pelé-treyju

Jóhannes Valgeir Reynisson, betur þekktur sem Blái naglinn, stendur fyrir uppboði á fótboltatreyju áritaðri af knattspyrnugoðsögninni Pelé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×