Ekkert sólskin í kortunum: Reykvíkingar sjá næst til sólar eftir níu daga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 11:52 Búum okkur undir meiri rigningu næstu daga. Mynd/Veðurstofan Höfuðborgarbúar munu næst sjá gula stjörnu, sem sást gjarnan hér áður fyrr á sumrin og gengur undir nafninu sólin, þann 25. júlí. Þetta kemur í ljós ef langtímaspá norsku veðurstofunnar yr.no er skoðuð. Reyndar mun sólin rétt gægjast upp fyrir skýin nokkra daga þangað til. En eftir níu daga munu Reykvíkingar, samkvæmt þessari spá, fá almennilegt sólskin sem varir lengur en fáeinar klukkustundir. Hitastigið verður þó alltaf yfir tíu stig þessa daga. Veðrið verður svipað í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, samkvæmt þessari langtímaspá norsku veðurstofunnar. Á Akureyri og Egilsstöðum verður þó mun sólríkara. Í næstu viku gæti hitinn farið í tuttugu gráður. Á mánudaginn er gert ráð fyrir því að veðrið á Egilsstöðum verði gott; léttskýjað og hitinn um tuttugu stig. Á þriðjudaginn verður heiðskýrt og tuttugu stiga hiti á Akureyri. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga er svipuð og þeirrar norsku. Mikil rigning verður víða um land í næstu viku. Veðurspá Veðurstofunnar lítur svo út:Á föstudag:Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt og bjart NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Á laugardag:Suðaustan 5-10 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. Á sunnudag:Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en dálítil væta við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-til. Á mánudag og þriðjudag:Lítur út fyrir suðaustlæga átt með vætu víða um land en þurrt og hlýtt fyrir norðaustan. Hiti 12 til 20 stig. Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Höfuðborgarbúar munu næst sjá gula stjörnu, sem sást gjarnan hér áður fyrr á sumrin og gengur undir nafninu sólin, þann 25. júlí. Þetta kemur í ljós ef langtímaspá norsku veðurstofunnar yr.no er skoðuð. Reyndar mun sólin rétt gægjast upp fyrir skýin nokkra daga þangað til. En eftir níu daga munu Reykvíkingar, samkvæmt þessari spá, fá almennilegt sólskin sem varir lengur en fáeinar klukkustundir. Hitastigið verður þó alltaf yfir tíu stig þessa daga. Veðrið verður svipað í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, samkvæmt þessari langtímaspá norsku veðurstofunnar. Á Akureyri og Egilsstöðum verður þó mun sólríkara. Í næstu viku gæti hitinn farið í tuttugu gráður. Á mánudaginn er gert ráð fyrir því að veðrið á Egilsstöðum verði gott; léttskýjað og hitinn um tuttugu stig. Á þriðjudaginn verður heiðskýrt og tuttugu stiga hiti á Akureyri. Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga er svipuð og þeirrar norsku. Mikil rigning verður víða um land í næstu viku. Veðurspá Veðurstofunnar lítur svo út:Á föstudag:Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt og bjart NA-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi. Á laugardag:Suðaustan 5-10 m/s, skýjað og lítilsháttar rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. Á sunnudag:Austlæg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en dálítil væta við S- og A-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast V-til. Á mánudag og þriðjudag:Lítur út fyrir suðaustlæga átt með vætu víða um land en þurrt og hlýtt fyrir norðaustan. Hiti 12 til 20 stig.
Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira