Vilja þrýsta á Bandaríkin að beita sér vegna Palestínu Randver Kári Randversson skrifar 16. júlí 2014 22:46 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. Vísir/GVA „Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Við teljum fulla ástæðu til þess að utanríkismálanefnd Alþingis hittist í ljósi þess að staðan í Palestínu er orðin mjög alvarleg, og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Við teljum rétt að Ísland leitist við að beita þrýstingi í þessum efnum. Ekki bara á deiluaðila heldur ekki síður á Bandaríkin, hvort sem er þá í gegnum okkar sendiherra í Bandaríkjunum, eða þá hér heima,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Þingflokkur VG hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd til að ræða málefni Palestínu og Ísraels. Í bréfi til Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar, er bent á að utanríkismálanefnd geti fundað hvenær sem er, þótt annars sé sumarleyfi þingnefnda. Svandís segir að þegar hafi borist svar frá formanni nefndarinnar, þar sem fram kom að athugað verði með möguleika á fundi á allra næstu dögum. Svandís segir mikilvægt að Íslendingar tali skýrt og láti rödd sína heyrast þegar kemur að málefnum Palestínu. „Í raun og veru getum við Íslendingar verið stolt af því að hvernig við höfum náð breiðri þverpólitískri samstöðu um það að tala skýrt í þessum efnum að því er varðar stöðu og rétt Palestínu. Við eigum að halda því áfram þegar að þessum borgurum er sótt. Ég á eftir að sjá að það sé ekki skýr vilji fyrir því að það verði gert“, segir Svandís. „Ísland hefur, ekki síst á síðasta kjörtímabili með því að lýsa yfir stuðningi við frjálsa Palestínu, haft mjög sterka rödd í þessum efnum og við teljum ástæðu til þess að svo verði áfram. Ég vænti þess að þessu verði vel tekið,“ segir Svandís að lokum.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira