„Netkosningar eru klárlega framtíðin" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. júní 2014 17:47 Haraldur segir að hægt sé að bjóða upp á netkosningu hér á landi. Mikið hefur verið fjallað um dræma þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. Þetta er ekki eingöngu vandamál hér á landi, víða annarsstaðar í heiminum fer kosningaþátttaka minnkandi. Til að sporna við þessu hafa sum lönd ákveðið að bjóða kjósendum upp á netkosningu, þar sem stuðst er við svokölluð rafræn skilríki. Þessi þjónusta skilar sér í aukinni kosningaþátttöku. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur lýsti þessari minnkandi kosningaþátttöku sem „hamförum fyrir lýðræðið.“ Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir að ef horft sé á tæknilegu hlið málsins sé ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á netkosningu hér á landi. Fyrirtækið Auðkenni hefur þróað rafræn skilríki sem gætu gert netkosningu örugga. Nú þegar eru í undirbúningi tilraunaverkefni með rafrænar íbúakosningar á Íslandi. Verkefnið er þó ekki hugsað fyrir kosningar til þings eða sveitastjórna heldur frekar fyrir verkefni eins og Betri Reykjavík eða þess háttar. Þjóðskrá stýrir verkefninu og notast við sama kerfi og Norðmenn notuðu í þingkosningunum í fyrra. „Netkosningar eru klárlega framtíðin,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Við erum með flesta þræði í infrastrúkturnum á netkosningu til staðar hér á landi. Nú þarf löggjafinn að bregðast við. Þetta hefur verið leyft víða, í Kanada, Noregi og Eistlandi og hefur skilað sér í bættri kjörsókn. Til langs tíma ættu þessar netkosningar líka að lækka kostnað við kosningar einnig tekur minni tími að telja atkvæðin í netkosningum, svo ég tiltaki fleiri kosti við þetta fyrirkomulag.“ Haraldur telur að netkosning eigi að vera valkostur samhliða hefðbundnum kosningum, allavega fyrst um sinn.Gengur vel í Eistlandi Netkosningar voru kynntar fyrir Eistum árið 2005 og hafa síðan þá verið valkostur við hliðina á hefðbundnum kosningum sjö sinnum. Boðið hefur verið upp á þetta sem valkost í kosningum til þingsins, sveitarstjórna og til Evrópuþings. Árið 2005 þá kusu um 9 þúsund manns í gegnum netið, eða 2% þeirra sem nýttu atkvæðarétt sinn. Síðan þá hafa Eistar nýtt netið sjö sinnum í kosningum og hefur fjöldi þeirra sem nýtir þá leið farið stigvaxandi. Í þingkosningunum árið 2007 kusu um 30 þúsund manns rafrænt og í sveitastjórnarkosningunum árið 2013 kusu um 133 þúsund manns í gegnum netið eða um 20% þeirra sem nýttu atkvæðarétt sinn. Einnig hefur verið boðið upp á netkosningu í öðrum löndum eins og Kanada og Noregi. Í Noregi buðu tólf sveitafélög uppá netkosningu fyrir þingkosningarnar í fyrra með góðum árangri. Í öllum tilvikum eru þessi svokölluðu rafrænu skilríki notuð og uppfylla þau íslensk og evrópsk lög. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um dræma þátttöku í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. Þetta er ekki eingöngu vandamál hér á landi, víða annarsstaðar í heiminum fer kosningaþátttaka minnkandi. Til að sporna við þessu hafa sum lönd ákveðið að bjóða kjósendum upp á netkosningu, þar sem stuðst er við svokölluð rafræn skilríki. Þessi þjónusta skilar sér í aukinni kosningaþátttöku. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur lýsti þessari minnkandi kosningaþátttöku sem „hamförum fyrir lýðræðið.“ Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir að ef horft sé á tæknilegu hlið málsins sé ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á netkosningu hér á landi. Fyrirtækið Auðkenni hefur þróað rafræn skilríki sem gætu gert netkosningu örugga. Nú þegar eru í undirbúningi tilraunaverkefni með rafrænar íbúakosningar á Íslandi. Verkefnið er þó ekki hugsað fyrir kosningar til þings eða sveitastjórna heldur frekar fyrir verkefni eins og Betri Reykjavík eða þess háttar. Þjóðskrá stýrir verkefninu og notast við sama kerfi og Norðmenn notuðu í þingkosningunum í fyrra. „Netkosningar eru klárlega framtíðin,“ segir Haraldur og heldur áfram: „Við erum með flesta þræði í infrastrúkturnum á netkosningu til staðar hér á landi. Nú þarf löggjafinn að bregðast við. Þetta hefur verið leyft víða, í Kanada, Noregi og Eistlandi og hefur skilað sér í bættri kjörsókn. Til langs tíma ættu þessar netkosningar líka að lækka kostnað við kosningar einnig tekur minni tími að telja atkvæðin í netkosningum, svo ég tiltaki fleiri kosti við þetta fyrirkomulag.“ Haraldur telur að netkosning eigi að vera valkostur samhliða hefðbundnum kosningum, allavega fyrst um sinn.Gengur vel í Eistlandi Netkosningar voru kynntar fyrir Eistum árið 2005 og hafa síðan þá verið valkostur við hliðina á hefðbundnum kosningum sjö sinnum. Boðið hefur verið upp á þetta sem valkost í kosningum til þingsins, sveitarstjórna og til Evrópuþings. Árið 2005 þá kusu um 9 þúsund manns í gegnum netið, eða 2% þeirra sem nýttu atkvæðarétt sinn. Síðan þá hafa Eistar nýtt netið sjö sinnum í kosningum og hefur fjöldi þeirra sem nýtir þá leið farið stigvaxandi. Í þingkosningunum árið 2007 kusu um 30 þúsund manns rafrænt og í sveitastjórnarkosningunum árið 2013 kusu um 133 þúsund manns í gegnum netið eða um 20% þeirra sem nýttu atkvæðarétt sinn. Einnig hefur verið boðið upp á netkosningu í öðrum löndum eins og Kanada og Noregi. Í Noregi buðu tólf sveitafélög uppá netkosningu fyrir þingkosningarnar í fyrra með góðum árangri. Í öllum tilvikum eru þessi svokölluðu rafrænu skilríki notuð og uppfylla þau íslensk og evrópsk lög.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira