Innlent

Rafmagnað andrúmsloft á Austurvelli í dag - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vel á fjórða þúsund manns kom á Austurvöll til þess að mótmæla áætlun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Enn er talsverður fjöldi staddur á Austurvelli.

Mótmælendur hafa lamið í grindverkið sem komið var upp í kringum Alþingishúsið. Einnig hafa einhverjir tekið með sér potta í mótmælin og lemja á þá til þess að framkalla hávaða.

Hér að ofan má sjá myndband sem Daníel Rúnarsson, ljósmyndari 365, tók fyrr í dag frá Austurvelli.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.