Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær Ingvar haraldsson skrifar 6. september 2014 09:30 Reynir Traustason, ritstjóri DV, heilsar Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar í World Class. vísir/anton brink Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“ Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ný stjórn var kjörin á hluthafafundi útgáfufélags DV sem lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þorsteinn Guðnason var kjörinn stjórnarformaður. Með honum í stjórn sitja Lilja Skaftadóttir, Jón Þorsteinn Gunnarsson, Ólafur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson. Þeir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær segja að ekki sé búið að taka ákvörðun um ráðningu nýs ritstjóra. Fundurinn í gær var framhald fundar sem hófst á föstudaginn í síðustu viku en var frestað um viku vegna deilna um ársreikning félagsins. Deilt var um fjölmörg efnisatriði á fundinum sem hófst klukkan fimm. Umboð fundarmanna sem á fundinum sátu voru grandskoðuð til að ganga úr skugga um að einungis eigendur hlutafjár í DV sætu fundinn. Reynir Traustason ritstjóri sagði eftir fundinn við Fréttablaðið að það væri léttir að komin væri niðurstaða í málið. „Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ sagði Reynir. Hann segir að ný stjórn hafi verið kjörin með mjög naumum meirihluta, einungis einu prósenti. Blaðamenn á DV eru uggandi yfir niðurstöðunni. „Við höfum áhyggjur því að við vitum ekki hvaða aðilar eru að taka blaðið yfir eða af hverju. Þeir tala um að þeir ætli ekki að hafa áhrif á ritstjórnarstefnuna en Björn Leifsson var í þessum hópi og hann hefur gefið út að hann hafi keypt hluti í félaginu með það að markmiði að skipta ritstjóranum út,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri blaðsins. Reynir hefur notið mikils stuðnings starfsmanna á blaðinu og starfsmenn DV sem Fréttablaðið ræddi við segja óvissuna erfiða. Þeir vilja hins vegar ekki gefa upp hvort þeir hyggist segja upp störfum hætti Reynir sem ritstjóri. „Reynir hefur reynst okkur vel,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, og bætir við að „það er svo sannarlega ekki á færi hvers sem er að ritstýra blaðinu jafn vel og hann hefur gert.“ Jón Bjarki Magnússon, sem einnig er blaðamaður á DV, segir óvissu um framtíð blaðsins vera óþægilega. „Vikan er búin að vera erfið eins og gefur að skilja. Það er svolítið furðulegt að bíða bara og sjá hvað gerist.“
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira