Fyrirsætan Ósk Norðfjörð, 35 ára, sem gengur með sitt sjöunda barn sem væntanlegt er í heiminn í sumar gengur með stúlku. Ósk sem á sex börn, fimm drengi og eina stúlku, á eitt barn, Baldur Elías sem verður tveggja ára í júlí, með eiginmanni sínum Sveini Elíasi Elíassyni en hann er 11 árum yngri en Ósk.
Spurð hvernig börnin hennar og eiginmaður tóku fréttunum um að sjöunda barnið væri á leiðinni svaraði Ósk:
„Þau voru rosa glöð og Svenni náttúrulega alveg í skýjunum. Hann er svo duglegur þessi elska. Hann er svo virkur að draga þau á sleða, koma þeim í frjálsar og hugsa um þau. Hann elskar þetta hlutverk og það er ekki sjálfsagt. Hann er eins og klettur.“
Sjöunda barnið er stúlka

Tengdar fréttir

Þetta er blessun - sjöunda barnið á leiðinni
"Heilsan er rosa fín. Mér líður svo vel þegar ég er ólétt það eru einhverjir töfrar sem gerast,“ segir Ósk Norðfjörð, 35 ára, sem á von á sínu sjöunda barni.