Arkitektar geta lært af Katrínu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 14:00 Listakonan Katrín mun sjálf lýsa verki sínu Undirstöðu á málþinginu, í spjalli við Julian E. Bronner, blaðamann hjá Artforum. Fréttablaðið/GVA „Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
„Þetta verður samræða milli hópsins um tengsl listaverka Katrínar og arkitektúrs. Þrjú okkar eiga það sammerkt að hafa unnið með Katrínu í einhverju af hennar verkum,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt um málþing Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýningu Katrínar Sigurðardóttur. „Katrín notar sömu miðla og arkitektar en á annan hátt því hún gerir það út frá sjónarhóli myndlistar,“ segir Pétur og segir um marga snertifleti að ræða milli listaverka Katrínar og arkitektúrs. „Hún notar til dæmis módelið sem tæki til að rannsaka og skrásetja staði og hvernig ákveðin tímabil skilja eftir sig spor í mismunandi stílum. Þetta er einn þátturinn. Síðan vinnur hún með hvernig maðurinn skynjar rýmið, mælikvarða og stærðarhlutföll. Verkið sem hún var með í Listasafni Íslands um árið þar sem maður þurfti að klifra upp í stiga og stinga höfðinu í gegnum gat til að sjá landslag og höfuðið á manni var hluti af landslaginu, það var dæmigert fyrir hana,“ segir Pétur. Hann telur spennandi fyrir arkitekta að skoða verk Katrínar því þeir geti margt af henni lært. Ásamt Pétri verða arkitektarnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í pallborði, ásamt Sigrúnu Birgisdóttur, deildarforseta hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands sem stýrir umræðum. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, flytur inngang og Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, ræðir verkið Undirstöðu við Katrínu sjálfa. Málþingið hefst klukkan 13 á laugardag og fer fram á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira